Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Úrslit deildarinnar eru reyndar ráðin en Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum.
Meistararnir voru í miklu stuði í kvöld og ætla ekkert að gefa eftir. Stjörnustúlkur völtuðu yfir Aftureldingu í Mosfellsbæ. Liðið þar með búið að vinna alla 17 leiki sína í deildinni, ótrúlegir yfirburðir.
Bikarmeistarar Breiðabliks halda áfram að tapa en liðið hefur ekki unnið leik síðan það tryggði sér bikarmeistaratitilinn. Að þessu sinni tapaði liðið gegn liðinu sem það lagði í bikarúrslitaleiknum, Þór/KA.
ÍBV heldur öðru sætinu en liðið vann nauman sigur á FH með marki í uppbótartíma.
Úrslit:
Afturelding-Stjarnan 1-7
Þróttur-Valur 1-5
- Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir.
Selfoss-HK/Víkingur 0-0
ÍBV-FH 1-0
Bryndís Jóhannesdóttir.
Breiðablik-Þór/KA 1-5
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir - Sandra María Jessen 2, Katrín Ásbjörnsdóttir 2, Mateja Zver.
Úrslit markaskorara: urslit.net.
Sautján sigrar í röð hjá Stjörnunni

Mest lesið


West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn



Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

