Senuþjófurinn Adolf Ingi Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2013 11:22 Þrátt fyrir frækinn sigur Íslendinga á Albönum í knattspyrnu í gær er nú fátt meira rætt meðal fótboltaáhugamanna á Íslandi en viðtal Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns við þjálfara íslenska liðsins, Lars Lagerbäck, sem fram fór á sænsku. Íslendingar fögnuðu ákaft í leikslok í gær og stemmningin á Laugardalsvellinum var ólýsanleg. En, fögnuðurinn mátti fljótlega víkja vegna heitra umræðna um það sem mörgum þótti hin mesta ósvinna; að Adolf Ingi skyldi ræða við Lars Lagerbäck á sænsku. En, af hverju sænska? „Það er stefnan á Ríkisútvarpinu að ef fært er að taka viðtöl við Skandínava á skandínavísku þá er það gert. Þetta er stefna sem hefur verið fylgt á fréttastofunni. Fyrst ég tala sænsku þá tek ég við hann viðtal á sænsku,“ sagði Adolf Ingi í samtali við Vísi. Og óhætt er að segja að Adolf Ingi tali sænsku prýðilega enda bjó hann sem krakki úti í Svíþjóð. Adolf Ingi náði með öðrum orðum algerlega óvænt að stela senunni á samskiptamiðlum, svo mjög að félaga hans á Ríkisútvarpinu, Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastjóss, gat ekki orða bundist á Facebook og skrifar: „Ef maður fylgdist bara með feisbúkk þá hefði maður ekki hugmynd um úrslit leiksins en væri uppfullur af fróðleik um tungumálakunnáttu Dolla. Til hvers að fagna þegar maður getur nöldrað?“ Eru Íslendingar heimsmeistarar í nöldri? „Það má til sanns vegar færa,“ segir Adolf Ingi og hlær. „Stór hluti þjóðarinnar á að kunna skandinavísku að hluta og skilja hana þokkalega. Ég veit ekki betur en að býsna há prósenta þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti búið í einu skandinavísku landana og þúsundir sem búa þar núna. Að auki hefur danska verið kennd í skólum hér í býsna mörg ár.“ Einhver varð einmitt til að benda á það, á Facebook, að nú hafi menn komið upp um sig sem slógu slöku við í dönskunáminu. Annar bendir á að ef um væri að ræða íslenskan þjálfara í Svíþjóð, og það vildi svo til að íþróttamaðurinn kynni íslensku og tæki við hann viðtal á því máli -- þá hefði allt orðið brjálað í Svíþjóð. „Leikurinn var frábær og sigurinn góður. Ég held að menn ættu ekki að láta skandinavísku setja einhvern blett á það,“ sagði Adolf að lokum. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Þrátt fyrir frækinn sigur Íslendinga á Albönum í knattspyrnu í gær er nú fátt meira rætt meðal fótboltaáhugamanna á Íslandi en viðtal Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns við þjálfara íslenska liðsins, Lars Lagerbäck, sem fram fór á sænsku. Íslendingar fögnuðu ákaft í leikslok í gær og stemmningin á Laugardalsvellinum var ólýsanleg. En, fögnuðurinn mátti fljótlega víkja vegna heitra umræðna um það sem mörgum þótti hin mesta ósvinna; að Adolf Ingi skyldi ræða við Lars Lagerbäck á sænsku. En, af hverju sænska? „Það er stefnan á Ríkisútvarpinu að ef fært er að taka viðtöl við Skandínava á skandínavísku þá er það gert. Þetta er stefna sem hefur verið fylgt á fréttastofunni. Fyrst ég tala sænsku þá tek ég við hann viðtal á sænsku,“ sagði Adolf Ingi í samtali við Vísi. Og óhætt er að segja að Adolf Ingi tali sænsku prýðilega enda bjó hann sem krakki úti í Svíþjóð. Adolf Ingi náði með öðrum orðum algerlega óvænt að stela senunni á samskiptamiðlum, svo mjög að félaga hans á Ríkisútvarpinu, Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastjóss, gat ekki orða bundist á Facebook og skrifar: „Ef maður fylgdist bara með feisbúkk þá hefði maður ekki hugmynd um úrslit leiksins en væri uppfullur af fróðleik um tungumálakunnáttu Dolla. Til hvers að fagna þegar maður getur nöldrað?“ Eru Íslendingar heimsmeistarar í nöldri? „Það má til sanns vegar færa,“ segir Adolf Ingi og hlær. „Stór hluti þjóðarinnar á að kunna skandinavísku að hluta og skilja hana þokkalega. Ég veit ekki betur en að býsna há prósenta þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti búið í einu skandinavísku landana og þúsundir sem búa þar núna. Að auki hefur danska verið kennd í skólum hér í býsna mörg ár.“ Einhver varð einmitt til að benda á það, á Facebook, að nú hafi menn komið upp um sig sem slógu slöku við í dönskunáminu. Annar bendir á að ef um væri að ræða íslenskan þjálfara í Svíþjóð, og það vildi svo til að íþróttamaðurinn kynni íslensku og tæki við hann viðtal á því máli -- þá hefði allt orðið brjálað í Svíþjóð. „Leikurinn var frábær og sigurinn góður. Ég held að menn ættu ekki að láta skandinavísku setja einhvern blett á það,“ sagði Adolf að lokum.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira