Enski boltinn

Mladen Petric genginn til lið við West Ham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mladen Petric í West Ham búningi
Mladen Petric í West Ham búningi mynd / Twitter-síða West ham
Mladen Petric hefur skrifað undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United og verðu leikmaðurinn hjá félaginu út leiktíðina.

Þessi króatíski landsliðsmaður var á mála hjá Fulham á síðustu leiktíð en þá skoraði hann fimm mörk í 23 leikjum. Samningur hans við Fulham rann út í sumar og kemur hann því frítt til West Ham.

Þessi 32 ára framherji á að styrkja framlínuna hjá West Ham en Andy Carrol verður lengra frá vegna meiðsla en fyrst var talið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×