Lífið

Lestu þetta ef þú finnur fyrir pirringi, streitu eða tómleika

Ellý Ármanns skrifar
Aníta Sigurbergsdóttir.
Aníta Sigurbergsdóttir.
Aníta Sigurbergsdóttir er hamingjuþerapisti og sérfræðingur í frábæru týpunni en hún er stofnandi AnitaSig.com þar sem hún leitast við að hjálpa fólki um allan heim að umbylta sínu lífi með því að sleppa beislinu og leyfa sér að vera frábært, að öllu leyti eins og hún segir sjálf.

Hjálpar frábæru fólki

„Ég hjálpa frábæru fólki að ná þeim stað í lífinu að vera að vinna að draumum sínum og finna frá hjartarótum að vera hamingjusamt með sig sjálft, með lífið og alla aðra í kringum sig," segir Aníta spurð út á hvað starf hennar gengur.

Spólar þú í eigin drullupolli?

Ert þú þá alltaf frábæra, glaða týpan eða er eitthað  sem gerir þig brjálaða? „Líf okkar allra er fullt af áskorunum og að sjálfsögðu koma erfiðir dagar.  Það ergir mig þó fátt fyrir utan að sjá frábært fólk, uppfullt af hæfileikum og styrkleikum skemma fyrir sér, vinna á móti sér og sjá jafnvel ekki hversu frábært það er í raun og veru.  Af hverju?  Af því ég hef verið á þeim stað sjálf og komst ekki úr sporunum, spólandi í eigin drullupolli.  Ég var harðákveðin að finna hvernig ég ætti að umbreyta mínu lífi; að losa mig við allan sjálfsefa, hræðslu og niðurrifshugsanir og sjá drauma mína rætast.  Ég náði mér í gráðu í leiðtogaþjálfun og jákvæðri sálfræði og prófaði allt undir sólinni sem flokkast gat undir sjálfsrækt."

Ekkert eitt hentar öllum

Ert þú þá markþjálfi eða „life coach”? „Ég er hvorki markþjálfi né „life coach" en þó hvoru tveggja.  Aðstoð við markmiðasetningu og að vera spegill fyrir skjóstæðinga er órjúfanlegur þáttur en þó bara brot af því sem ég geri.  Ég gef þér ramma til að fylgja; þú byrjar á reit A og færir þig á B og svo koll af kolli á leiðarenda.  Á hverjum reit hefur þú hlaðborð og velur þau tæki og tól sem henta þér og þínum lífsstíl."  

„Sem dæmi má nefna að nauðsynlegur þáttur í að vera frábæra týpan er að róa hugann en það hentar ekki öllum að kyrja möntrur í hugleiðsluástandi.  Sumir fara bara í sturtu og leysa gátur lífsins í leiðinni.  Ég veit hvað þarf til og sýni þér leiðir að settu marki en svo er undir þér komið að gera tilraunir og finna hvað hentar.  Ekkert eitt hentar öllum.  Ég er þerapisti og það þýðir akademískur bakgrunnur, sannreynd aðferðafræði og faglegt starf.  Ég nota aðferðir jákvæðrar sálfræði með þokkalegri skvettu af austrænni hugmyndafræði sem í framkvæmd þýðir að þú ferð að hugsa um og koma fram við þig eins og þú áttir alltaf að gera og þannig sérð þú smám saman hvað þú vilt í raun fá út úr lifinu og hvernig þú nærð í það.  Umfram allt er að taka lífinu ekki of alvarlega, hlægja svolítið og hafa gaman af ferlinu.  

Hefur þú aldrei nægan tíma?

Í hvaða aðstæðum leitar fólk til þín?  „Hefur þér liðið eins og þú hafir ekki tíma til eins eða neins? Hefur neikvæða röddin í höfðinu á þér haft áhrif á hvernig þú hagar þér eða líður með sjálfan þig? Hugsar þú í raun og veru vel um þig eða ert þú kannski eilíflega að byrja og hætta í átaki eða megrun?  Finnur þú fyrir pirring, streitu eða tómleika? Finnur þú ítrekað fyrir óánægju með þig, maka, vini eða vinnufélaga?  Þetta eru dæmi um einkenni sem segja að nú sé tími til að staldra við."

„Mínir skjólstæðingar eru heilbrigðir einstaklingar með fulla getu til að láta drauma sína rætast. Lífið hleður hins vegar á okkur áskorunum sem leggjast á okkur lag eftir lag ef við náum ekki að vinna vel úr þeim og smám saman týnum við veginum.  Við þurfum að afhýða okkur eins og lauk til að ryðja leiðina að kjarnanum þar sem frábæra týpan á heima og greiða leið hamingjunnar frá hjartanu.  Hamingjan er nefnilega alltaf þarna.  Stundum kemst hún bara ekki út.

Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég er staðráðin í að gera þennan vetur að mínum besta og er að keyra allt í gang svo fleiri geti sagt hið sama.  Ég er búin að eyrnamerkja tíma fyrir 15 mínútna fría fjarfundi í örstefnumótun.  Stóra spurningin er: „hvað vantar í líf þitt núna?”  Þeim sem eru tilbúnir að ganga alla leið og opna fyrir allt sem lífið hefur upp á að bjóða er velkomið að panta sínar fríu 15 mínútur.  Það þarf þó að hafa hraðar hendur því tímarnir fara fljótt." 

„Þú ert frábær eins og þú ert, beint frá hjartanu. Sýndu hugrekki og vertu þú alla leið," segir Aníta áður en við kveðjum.  



Anitasig.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.