Jackass-stjarna safnar fyrir hjólabrettagarði í Reykjavík Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. september 2013 19:04 Ólátabelgurinn og Jackass-stjarnan Bam Margera gengur í það heilaga í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hefur tekið ástfóstri við Ísland og íslenska hjólabrettamenningu og mun standa fyrir fjáröflun svo að skeitarar Reykjavíkur geti átt sér samastað. Flestir þekkja Margera úr Jackass-kvikmyndunum en hann er einnig víðfrægur hjólabrettakappi. Uppátæki Margera hér á landi hafa einnig vakið athygli. Hann var handtekinn við komuna til landsins í júlí enda skuldaði hann bílaleigu eftir að hann stórskemmdi Land Cruiser á síðasta ári. Margera er Íslandsvinur mikill og er sérstaklega umhugað um hjólabrettamenningu landsins. Hann hefur því ákveðið að blása til tónleika í Listasafni Reykjavíkur fimmta október og mun ágóðinn renna í byggingu nýs hjólabrettagarðs í Reykjavík. Hann verður reistur í minningu Ryan Dunn, æskuvinar Margera og kollega sem lést í bílslysi árið 2011. „Það verða fjórar hljómsveitir sem spila. Þetta verður fjáröflunarviðburður til að safna peningum fyrir hjólabrettagarði því það er verið plægja eina garðinn hérna. Ég kom hingað fyrst þegar ég var 18 ára með Ryan Dunn og mér fannst að fyrst hann var hrifinn af þessum stað ætti hann skilið að fá hjólabrettagarð hérna til minningar um sig,“ segir Margera. Margera fundaði með forsprökkum Hjólabrettafélags Reykjavíkur við Hjartagarðinn í dag. Þar var aðstaða fyrir hjólabrettafólk um nokkurt skeið en líkt og aðalskipulag gerir ráð fyrir þurfa skeitararnir nú að víkja fyrir 140 herbergja hóteli. „Það er mjög leiðinlegt að það sé verið að rífa þetta niður. Núna vantar okkur almennilegt hjólabrettasvæði svo að við getum stundað okkar íþrótt af jafn miklu afli og fótboltafólk og sundmenn,“ segir Ársæll Þór „Introbeats“ Ingvason, hja Hjólabrettafélagi Reykjavíkur. Margera hefur hug á að setjast að á Íslandi, fasteignabransinn er þó flókinn og þvælist jafnvel fyrir rokkstjörnunum. „Ég er bara að kanna þetta því heima hef ég hjólabrettaheimreið, stóra hjólabrettahlöðu og stóran ramp fyrir utan, svo þeir sem hafa efni á húsinu mínu kæra sig ekki um neitt að þessu. Þetta er Neverland-búgarður án barnanna.“ Íslandsvinir Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Ólátabelgurinn og Jackass-stjarnan Bam Margera gengur í það heilaga í Listasafni Reykjavíkur í næsta mánuði. Hann hefur tekið ástfóstri við Ísland og íslenska hjólabrettamenningu og mun standa fyrir fjáröflun svo að skeitarar Reykjavíkur geti átt sér samastað. Flestir þekkja Margera úr Jackass-kvikmyndunum en hann er einnig víðfrægur hjólabrettakappi. Uppátæki Margera hér á landi hafa einnig vakið athygli. Hann var handtekinn við komuna til landsins í júlí enda skuldaði hann bílaleigu eftir að hann stórskemmdi Land Cruiser á síðasta ári. Margera er Íslandsvinur mikill og er sérstaklega umhugað um hjólabrettamenningu landsins. Hann hefur því ákveðið að blása til tónleika í Listasafni Reykjavíkur fimmta október og mun ágóðinn renna í byggingu nýs hjólabrettagarðs í Reykjavík. Hann verður reistur í minningu Ryan Dunn, æskuvinar Margera og kollega sem lést í bílslysi árið 2011. „Það verða fjórar hljómsveitir sem spila. Þetta verður fjáröflunarviðburður til að safna peningum fyrir hjólabrettagarði því það er verið plægja eina garðinn hérna. Ég kom hingað fyrst þegar ég var 18 ára með Ryan Dunn og mér fannst að fyrst hann var hrifinn af þessum stað ætti hann skilið að fá hjólabrettagarð hérna til minningar um sig,“ segir Margera. Margera fundaði með forsprökkum Hjólabrettafélags Reykjavíkur við Hjartagarðinn í dag. Þar var aðstaða fyrir hjólabrettafólk um nokkurt skeið en líkt og aðalskipulag gerir ráð fyrir þurfa skeitararnir nú að víkja fyrir 140 herbergja hóteli. „Það er mjög leiðinlegt að það sé verið að rífa þetta niður. Núna vantar okkur almennilegt hjólabrettasvæði svo að við getum stundað okkar íþrótt af jafn miklu afli og fótboltafólk og sundmenn,“ segir Ársæll Þór „Introbeats“ Ingvason, hja Hjólabrettafélagi Reykjavíkur. Margera hefur hug á að setjast að á Íslandi, fasteignabransinn er þó flókinn og þvælist jafnvel fyrir rokkstjörnunum. „Ég er bara að kanna þetta því heima hef ég hjólabrettaheimreið, stóra hjólabrettahlöðu og stóran ramp fyrir utan, svo þeir sem hafa efni á húsinu mínu kæra sig ekki um neitt að þessu. Þetta er Neverland-búgarður án barnanna.“
Íslandsvinir Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira