Íslenski boltinn

Rúnar Alex til reynslu hjá PSV | Ögmundur æfir með Sandnes Ulf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd / Daníel Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður KR, mun fara til æfinga hjá hollenska úrvaldeildarliðinu PSV Eindhoven og verður þar í fimm daga en þetta kemur frá vefsíðunni mbl.is.

Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, er einnig á leiðinni til Sandnes Ulf í Noregi til reynslu.

Rúnar Alex sló eftirminnilega í gegn í sumar er hann varði mark KR gegn FH og átti stórleik.

Leikmaðurinn hefur einnig staðið á milli stanganna í íslenska U-21 landsliðsins. Markvörðurinn er fæddur 1995 og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

PSV er einn stærsti klúbburinn í Hollenska boltanum og er þetta mikill heiður fyrir leikmanninn.

„Ég er kannski hlutdrægur sem faðir en hann er bara 18 ára og er búinn að gera frábæra hluti með U21 árs liðinu og U19 ára liðinu. Hann á eftir að ná langt," sagði Rúnar Kristinsson í samtali við mbl.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×