Þorkell Máni Pétursson kom til liðs við Keflavíkurliðið fyrir leik á móti FH 20. júlí. Sá leikur tapaðist 0-4 og liðið lá síðan 0-3 á móti KR í leiknum á eftir. Staðan var því slæm og sparkspekingar gáfu Keflvíkingum ekki háa einkunn þegar þeir félagar tóku við en eftirleikinn þekkja allir. Keflavík hefur náð í sextán stig síðan og er nú komið upp í sjöunda sæti deildarinnar.
Guðjón segir að Máni sé með muninn fyrir neðan nefið og bauð síðan upp á einstak viðtal við þennan þekkta útvarpsmann á X-inu.
„Keflavíkurliðið skilaði þremur erlendum leikmönnum í glugganum, fékk til sig einn Norðmann sem talar íslensku plús það að missa aðra tvo Keflvíkinga. Síðan þá er Keflavík í öðru sæti í deildinni. Þetta er nú bara staðreyndin," segir Þorkell Máni Pétursson og bætir við:

Máni stóð þá upp og afhenti Gaupa annan sokkinn sinn með þessum orðum: „Þú getur farið með þennan sokk til Tómasar Inga og sagt honum að troða honum upp í kjaftinn á sér. Hann getur talað næst um Keflavík með þennan sokk upp í kjaftinum á sér," sagði Máni en það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.