Erfiðustu ár Alfreðs 16 til 18 ára - Blikar hættir að velja besta fólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2013 14:00 Alfreð Finnbogason. Mynd/NordicPhotos/Getty Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, skrifar í dag grein inn á heimasíðu félagsins þar sem hann útskýrir fyrir iðkendum og foreldrum af hverju Blikar hafa ákveðið að hætta að verðlauna besta og efnilegasta fólkið í yngri flokkum sínum. Breiðablik hélt uppskeruhátíð yngri flokka á dögunum en hún var með öðru sniði en áður. Leikmenn meistaraflokkanna Árni Vilhjálmsson, Sverrir Ingi Ingason, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson afhentu þá þeim viðurkenningarskjöl sem voru að klára eldri ár í sínum flokkum. Daði vildi í framhaldinu segja iðkendum og foreldrum aðeins frá því af hverju Blikar eru hættir að veita verðlaun fyrir besta og efnilegasta leikmanninn og Blika ársins og erum byrjuð að útskrifa alla upp um flokk í staðinn. Hann notar sögu af ferli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar til að rökstyðja. "Alfreð komst ekki alltaf í liðið í þriðja flokki og hann var aldrei valinn í yngri landslið Íslands. Hann spilaði í 2. flokki Breiðabliks og í Augnabliki áður en hann varð fastamaður í meistaraflokki Breiðabliks. Alfreð sagðist hafa verið lítill og seinþroska og átti erfitt með að komast framhjá mönnum sem voru orðnir líkamlega sterkari. En Alfreð hætti aldrei og hann gafst aldrei upp. Í staðinn settist hann niður og setti sjálfum sér markmið þegar hann var 18 ára. Skömmu seinna var hann orðinn Íslands og bikarmeistari með Breiðabliki. Svo komst hann í 21 árs landsliðið sem komst í úrslit Evrópukeppninnar. Svo fór hann til Belgíu, Svíþjóðar og Hollands. Það verður spennandi að fylgjast með því hvert hann fer næst," skrifar Daði meðal annars. "Við þjálfararnir í Breiðabliki viljum hvetja okkar leikmenn til að halda alltaf áfram. Stundum tapar maður og stundum er maður ekki í liðinu. Stundum gengur manni ekki nógu vel og stundum er bara auðveldast að hætta. Það er erfitt að verða góður í fótbolta. Ef það væri auðvelt væru allir góðir í fótbolta. En það geta allir orðið betri. Maður þarf að mæta á æfingar, leggja sig fram og gera sitt besta. Þá fær maður mikið út úr fótbolta eins og öllu öðru sem maður gerir af öllu hjarta," skrifar Daði en það er hægt að lesa allan pistilinn með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki, skrifar í dag grein inn á heimasíðu félagsins þar sem hann útskýrir fyrir iðkendum og foreldrum af hverju Blikar hafa ákveðið að hætta að verðlauna besta og efnilegasta fólkið í yngri flokkum sínum. Breiðablik hélt uppskeruhátíð yngri flokka á dögunum en hún var með öðru sniði en áður. Leikmenn meistaraflokkanna Árni Vilhjálmsson, Sverrir Ingi Ingason, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson afhentu þá þeim viðurkenningarskjöl sem voru að klára eldri ár í sínum flokkum. Daði vildi í framhaldinu segja iðkendum og foreldrum aðeins frá því af hverju Blikar eru hættir að veita verðlaun fyrir besta og efnilegasta leikmanninn og Blika ársins og erum byrjuð að útskrifa alla upp um flokk í staðinn. Hann notar sögu af ferli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar til að rökstyðja. "Alfreð komst ekki alltaf í liðið í þriðja flokki og hann var aldrei valinn í yngri landslið Íslands. Hann spilaði í 2. flokki Breiðabliks og í Augnabliki áður en hann varð fastamaður í meistaraflokki Breiðabliks. Alfreð sagðist hafa verið lítill og seinþroska og átti erfitt með að komast framhjá mönnum sem voru orðnir líkamlega sterkari. En Alfreð hætti aldrei og hann gafst aldrei upp. Í staðinn settist hann niður og setti sjálfum sér markmið þegar hann var 18 ára. Skömmu seinna var hann orðinn Íslands og bikarmeistari með Breiðabliki. Svo komst hann í 21 árs landsliðið sem komst í úrslit Evrópukeppninnar. Svo fór hann til Belgíu, Svíþjóðar og Hollands. Það verður spennandi að fylgjast með því hvert hann fer næst," skrifar Daði meðal annars. "Við þjálfararnir í Breiðabliki viljum hvetja okkar leikmenn til að halda alltaf áfram. Stundum tapar maður og stundum er maður ekki í liðinu. Stundum gengur manni ekki nógu vel og stundum er bara auðveldast að hætta. Það er erfitt að verða góður í fótbolta. Ef það væri auðvelt væru allir góðir í fótbolta. En það geta allir orðið betri. Maður þarf að mæta á æfingar, leggja sig fram og gera sitt besta. Þá fær maður mikið út úr fótbolta eins og öllu öðru sem maður gerir af öllu hjarta," skrifar Daði en það er hægt að lesa allan pistilinn með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira