Nýtt tónlistarmyndband frá Úlfi Freyr Bjarnason skrifar 9. október 2013 09:30 Úlfur Hansson hefur sent frá sér nýtt myndband. fréttablaðið/anton Tónlistarmaðurinn Úlfur hefur sent frá sér myndband við lagið Heaven In A Wildflower. Leikstjóri var Máni Sigfússon. Heimsfrumsýning á myndbandinu var í höndum tónlistarritsins Stereogum.com. Lagið er að finna á plötu hans, White Mountain, sem kom út í mars hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Western Vinyl og japanska útgáfufyrirtækinu After Hours. Síðasta myndband Úlfs og Mána vakti mikla athygli. Rúmlega 80 þúsund manns hafa séð það á Vimeo.com Úlfur hefur verið virkur í tónlistarlífi hérlendis sem og á erlendum vettvangi. Hann hóf nám við nýmiðlabraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og hefur síðan þá gefið út tvær sólóplötur. Hann hefur einnig unnið hljóðverk fyrir innsetningar og samið tónlist fyrir kvikmyndir. Hann hlaut nýverið nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir uppfinningu sína OHM, eða segulhörpu, sem er ný tegund hljóðfæris. Úlfur fékk fyrstu verðlaun fyrir hönd RÚV á alþjóðaþingi tónskálda UNESCO fyrir lagið So Very Strange þar sem hljóðfærið kemur við sögu. Úlfur stundar nú meistaranám í raftónlist við Mills College í Kaliforníu. Máni Sigfússon stundaði nám við kvikmyndagerð í Amsterdam og fór síðan til Íslands þar sem hann kláraði B.A nám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hann hefur gert yfir tuttugu tónlistarmyndbönd á síðastliðnum þremur árum. Úlfur - Heaven In A Wildflower from Máni M. Sigfússon on Vimeo. Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Úlfur hefur sent frá sér myndband við lagið Heaven In A Wildflower. Leikstjóri var Máni Sigfússon. Heimsfrumsýning á myndbandinu var í höndum tónlistarritsins Stereogum.com. Lagið er að finna á plötu hans, White Mountain, sem kom út í mars hjá bandaríska útgáfufyrirtækinu Western Vinyl og japanska útgáfufyrirtækinu After Hours. Síðasta myndband Úlfs og Mána vakti mikla athygli. Rúmlega 80 þúsund manns hafa séð það á Vimeo.com Úlfur hefur verið virkur í tónlistarlífi hérlendis sem og á erlendum vettvangi. Hann hóf nám við nýmiðlabraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og hefur síðan þá gefið út tvær sólóplötur. Hann hefur einnig unnið hljóðverk fyrir innsetningar og samið tónlist fyrir kvikmyndir. Hann hlaut nýverið nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir uppfinningu sína OHM, eða segulhörpu, sem er ný tegund hljóðfæris. Úlfur fékk fyrstu verðlaun fyrir hönd RÚV á alþjóðaþingi tónskálda UNESCO fyrir lagið So Very Strange þar sem hljóðfærið kemur við sögu. Úlfur stundar nú meistaranám í raftónlist við Mills College í Kaliforníu. Máni Sigfússon stundaði nám við kvikmyndagerð í Amsterdam og fór síðan til Íslands þar sem hann kláraði B.A nám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hann hefur gert yfir tuttugu tónlistarmyndbönd á síðastliðnum þremur árum. Úlfur - Heaven In A Wildflower from Máni M. Sigfússon on Vimeo.
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira