Innlent

Sundlaugagestir björguðu manni frá drukknun

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Suðurbæjarlaug Hafnarfirði
Suðurbæjarlaug Hafnarfirði Mynd/Hari
Ungum karlmanni var bjargað frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í dag.

„Þetta fór betur en á horfðist, ég hef ekki heyrt hvernig honum reiðir af en hann virtist í ágætu standi þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn,“ segir Aðalsteinn Hrafnkelsson, forstöðumaður sundstaða í Hafnarfirði.

Það var sundlaugagestur sem tók eftir manninum í lauginni og tók upp úr. Starfsmenn og gestir laugarinnar komu manninum svo til meðvitundar með því að beita munn við munn aðferðinni og hjartahnoði

„Það var brátt og rétt brugðist við. Hann var kominn með meðvitund og gat talað og hreyft sig áður en sjúkraflutningarmenn komu,“ segir Aðalsteinn.

Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist og af hverju maðurinn missti meðvitund í lauginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×