Fótbolti

Pirlo í aðalhlutverki gegn gömlu félögunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pirlo er ótrúlegur þegar kemur að aukaspyrnum.
Pirlo er ótrúlegur þegar kemur að aukaspyrnum. Nordicphotos/Getty
Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 3-2 sigur á AC Milan á heimavelli í ítölsku A-deildinni í kvöld.

Leikurinn var rétt hafinn þegar Sulley Muntari kom gestunum frá Mílanó yfir. Andrea Pirlo átti hins vegar tromp á hendi þegar hann skoraði enn eitt mark sitt úr aukaspyrnu og jafnaði metin eftir stundarfjórðung.

Heimamenn í Tórínó héldu áfram af krafti en komust ekki yfir fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn. Sebastian Giovinco skoraði þá fyrir þá hvítu og svörtu og Juve komið í 2-1.

Varnarmaðurinn Giorgio Chiellini kom Juve í 3-1 áður en Muntari minnkaði muninn undir lokin.

Juventus hefur 19 sig líkt og Napólí í 2.-3. sæti deildarinnar. Hvorugt liðanna hefur tapað leik. Roma situr þó á toppnum með 21 stig en liðið hefur unnið alla leiki sína sem er besta byrjun liðsins frá upphafi í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×