Umfjöllun og viðtöl: Fram - Olympia HC 38-13 | Framstúlkur slátruðu Olympia HC með 25 mörkum Sigmar Sigfússon í Safamýri skrifar 5. október 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Framstúlkur átti ekki í neinum vandræðum með breska liðið Olympia HC í fyrri leik liðanna í EHF Evrópukeppni kvenna í handknattleik. Framstúlkur sigruðu leikinn með 25 marka mun, 13-38, og Olympia átti aldrei möguleika í leiknum. Leikurinn byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir 6. mínútna leik þar sem Olympia HC skoraði fyrsta markið. Þá tók við alveg magnaður kafli hjá Fram. Þær skoruðu nítján mörk í röð og nánast öll þeirra úr hraðaupphlaupum. Gæðin hjá breska liðinu voru ekki upp á marga fiska og Framstelpur völtuðu yfir þær. Sóknarleikur Olympia HC var vandræðalegur og þær gátu lítið á móti vörn Fram í leiknum. Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, skoraði níu mörk í fyrri hálfleik og sjö þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Olympia HC skoraði þriðja markið sitt eftir 21. mínútna markaþurð. Staðan í hálfleik var 4-23. Nítján marka munur. Í seinni hálfleik setti Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, alveg nýtt lið inn á völlinn. Það virtist ekki skipta neinu máli því Framstelpur áttu ekki í neinum vandræðum með breska liðið. Eðlilega komst Olympia meira inn í leikinn en forystan sem náðist í fyrri hálfleik kláraði þennan leik. Það var ánægjulegt að sjá hversu margar ungar stelpur í Framliðinu voru að skora í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var ein af þeim sem kom inná í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Hún virtist geta skorað af vild fyrir utan og skoraði sjö mörk á 30. mínútum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eins og gefur að skilja. Lítil spenna, Framstúlkur unnu með 25. mörkum og fara með góða forystu inn í seinni leikinn á morgun. Seinni leikurinn er á sama tíma á morgun. Kl 16.00 í Safamýri. Halldór: Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni „Við komum alveg grandalaus í leikinn. Við vissum lítið um þetta lið og ætluðum okkur að mæta á fullu og sjá hvernig það myndi þróast. Það þróast þannig að við erum með 20 marka forskot í hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þá fengu þær ungu séns. Margar sem eru í sextánmannahóp ekki fjórtán. Þær komu þarna inn og auðvitað eru þetta þeirra fyrstu skref. Þær eru sextán-sautján-átján ára og fyrstu skrefin í meistaraflokki og það var gott fyrir þær að fá að hrista af sér stressið. En auðvitað eigum við að gera betur í seinni hálfleik,“ sagði Halldór þegar hann var spurður um liðskiptinguna í hálfleik. „Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni og hef ég mætt þeim mörgum. Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í upphafi. Við vissum af þeim í Evrópukeppni í fyrra en þær eru með nánast nýtt lið í ár,“ „Við eigum að rúlla yfir svona lið sem við gerðum vissulega en mér fannst við ekki nógu góðar í seinni hálfleik,“ sagði Halldór að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira
Framstúlkur átti ekki í neinum vandræðum með breska liðið Olympia HC í fyrri leik liðanna í EHF Evrópukeppni kvenna í handknattleik. Framstúlkur sigruðu leikinn með 25 marka mun, 13-38, og Olympia átti aldrei möguleika í leiknum. Leikurinn byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir 6. mínútna leik þar sem Olympia HC skoraði fyrsta markið. Þá tók við alveg magnaður kafli hjá Fram. Þær skoruðu nítján mörk í röð og nánast öll þeirra úr hraðaupphlaupum. Gæðin hjá breska liðinu voru ekki upp á marga fiska og Framstelpur völtuðu yfir þær. Sóknarleikur Olympia HC var vandræðalegur og þær gátu lítið á móti vörn Fram í leiknum. Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, skoraði níu mörk í fyrri hálfleik og sjö þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Olympia HC skoraði þriðja markið sitt eftir 21. mínútna markaþurð. Staðan í hálfleik var 4-23. Nítján marka munur. Í seinni hálfleik setti Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, alveg nýtt lið inn á völlinn. Það virtist ekki skipta neinu máli því Framstelpur áttu ekki í neinum vandræðum með breska liðið. Eðlilega komst Olympia meira inn í leikinn en forystan sem náðist í fyrri hálfleik kláraði þennan leik. Það var ánægjulegt að sjá hversu margar ungar stelpur í Framliðinu voru að skora í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var ein af þeim sem kom inná í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Hún virtist geta skorað af vild fyrir utan og skoraði sjö mörk á 30. mínútum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eins og gefur að skilja. Lítil spenna, Framstúlkur unnu með 25. mörkum og fara með góða forystu inn í seinni leikinn á morgun. Seinni leikurinn er á sama tíma á morgun. Kl 16.00 í Safamýri. Halldór: Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni „Við komum alveg grandalaus í leikinn. Við vissum lítið um þetta lið og ætluðum okkur að mæta á fullu og sjá hvernig það myndi þróast. Það þróast þannig að við erum með 20 marka forskot í hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þá fengu þær ungu séns. Margar sem eru í sextánmannahóp ekki fjórtán. Þær komu þarna inn og auðvitað eru þetta þeirra fyrstu skref. Þær eru sextán-sautján-átján ára og fyrstu skrefin í meistaraflokki og það var gott fyrir þær að fá að hrista af sér stressið. En auðvitað eigum við að gera betur í seinni hálfleik,“ sagði Halldór þegar hann var spurður um liðskiptinguna í hálfleik. „Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni og hef ég mætt þeim mörgum. Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í upphafi. Við vissum af þeim í Evrópukeppni í fyrra en þær eru með nánast nýtt lið í ár,“ „Við eigum að rúlla yfir svona lið sem við gerðum vissulega en mér fannst við ekki nógu góðar í seinni hálfleik,“ sagði Halldór að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira