Milljarðar fyrir hausa, roð og bein Svavar Hávarðsson skrifar 4. október 2013 08:00 Velta fyrirtækja í fullvinnslu aukaafurða úr sjávarfangi og líftækni var um 22 milljarðar króna í fyrra. Veltan jókst um 17% frá fyrra ári. Ef vöxtur þessara greina heldur áfram eins og verið hefur undanfarin misseri er gert ráð fyrir að velta í fullvinnslu og líftækni nálgist óðfluga verðmætasköpun í hefðbundnum sjávarútvegi dagsins í dag á næstu 15 til 20 árum, segir í nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans (ÍS). Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri sjávarklasans, segir fullvinnslu aukaafurða í reynd vaxtarbrodd íslensks sjávarútvegs í dag. Á Íslandi séu þegar yfir þrjátíu fyrirtæki sem sérhæfa sig í líftækni eða annarri fullvinnslu aukaafurða úr hafinu. „Það kemur þægilega á óvart hvað mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru annaðhvort farin af stað eða eru í þessum hugleiðingum,“ segir Þór og bætir við að samstarf milli fyrirtækja í útgerð og hefðbundinni vinnslu sjávarafurða, og fyrirtækja í líftækni og fullvinnslu, gæti stutt við þróun nýrra og afar verðmætra aukaafurða. Slíkt samstarf stuðli að bættri nýtingu hráefna sem sé keppikefli allra í greininni. „Þegar allt er talið gerum við ráð fyrir að fjórðungur alls afla íslenskra skipa fari forgörðum. Hægt er að þúsundfalda verðmæti hráefnisins, sem er og var hent, með lyfja- eða snyrtivöruframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þór. Á annan tug líftæknifyrirtækja er nú í sjávarklasanum á Íslandi. Greining ÍS sýndi að velta þessara fyrirtækja nam rúmlega þremur milljörðum árið 2012 og jókst um 4% frá árinu 2011. Fyrirtæki sem þurrka hausa og bein, sjóða niður lifur auk þess að nýta hrogn, roð og önnur hráefni, veltu um 19 milljörðum á árinu 2012. Vöxtur þessara fyrirtækja var 19% á milli ára. Þór segir það vissulega kostnaðarsamt, og oft tímafrekt, að þróa nýjar vörur. Hann hafnar því að það sé í ranni hins opinbera að leiða þessa þróun áfram. „Þetta verða fyrirtækin sjálf að gera. Þau verða að sjá ábata í því, og þetta á að vera hluti af góðum viðskiptaháttum að sjá tækifærin í þessu,“ segir Þór. Lyf og lækningavörur úr ódýrasta hráefninuGríðarleg tækifæri eru í bættri nýtingu hráefna og vinnslu aukaafurða sjávarfangs. Með aukaafurðum er átt við hausa, bein, slóg, roð, klær, skel og annað hráefni sem fellur til við hefðbundna framleiðslu og verkun sjávarfangs. Úr umræddu hráefni er hægt að framleiða verðmætar vörur, t.d. lyf og lækningavörur, snyrtivörur, bragðefni, fæðubótarefni, dýrafóður og áburð. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Velta fyrirtækja í fullvinnslu aukaafurða úr sjávarfangi og líftækni var um 22 milljarðar króna í fyrra. Veltan jókst um 17% frá fyrra ári. Ef vöxtur þessara greina heldur áfram eins og verið hefur undanfarin misseri er gert ráð fyrir að velta í fullvinnslu og líftækni nálgist óðfluga verðmætasköpun í hefðbundnum sjávarútvegi dagsins í dag á næstu 15 til 20 árum, segir í nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans (ÍS). Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri sjávarklasans, segir fullvinnslu aukaafurða í reynd vaxtarbrodd íslensks sjávarútvegs í dag. Á Íslandi séu þegar yfir þrjátíu fyrirtæki sem sérhæfa sig í líftækni eða annarri fullvinnslu aukaafurða úr hafinu. „Það kemur þægilega á óvart hvað mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru annaðhvort farin af stað eða eru í þessum hugleiðingum,“ segir Þór og bætir við að samstarf milli fyrirtækja í útgerð og hefðbundinni vinnslu sjávarafurða, og fyrirtækja í líftækni og fullvinnslu, gæti stutt við þróun nýrra og afar verðmætra aukaafurða. Slíkt samstarf stuðli að bættri nýtingu hráefna sem sé keppikefli allra í greininni. „Þegar allt er talið gerum við ráð fyrir að fjórðungur alls afla íslenskra skipa fari forgörðum. Hægt er að þúsundfalda verðmæti hráefnisins, sem er og var hent, með lyfja- eða snyrtivöruframleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þór. Á annan tug líftæknifyrirtækja er nú í sjávarklasanum á Íslandi. Greining ÍS sýndi að velta þessara fyrirtækja nam rúmlega þremur milljörðum árið 2012 og jókst um 4% frá árinu 2011. Fyrirtæki sem þurrka hausa og bein, sjóða niður lifur auk þess að nýta hrogn, roð og önnur hráefni, veltu um 19 milljörðum á árinu 2012. Vöxtur þessara fyrirtækja var 19% á milli ára. Þór segir það vissulega kostnaðarsamt, og oft tímafrekt, að þróa nýjar vörur. Hann hafnar því að það sé í ranni hins opinbera að leiða þessa þróun áfram. „Þetta verða fyrirtækin sjálf að gera. Þau verða að sjá ábata í því, og þetta á að vera hluti af góðum viðskiptaháttum að sjá tækifærin í þessu,“ segir Þór. Lyf og lækningavörur úr ódýrasta hráefninuGríðarleg tækifæri eru í bættri nýtingu hráefna og vinnslu aukaafurða sjávarfangs. Með aukaafurðum er átt við hausa, bein, slóg, roð, klær, skel og annað hráefni sem fellur til við hefðbundna framleiðslu og verkun sjávarfangs. Úr umræddu hráefni er hægt að framleiða verðmætar vörur, t.d. lyf og lækningavörur, snyrtivörur, bragðefni, fæðubótarefni, dýrafóður og áburð.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira