Tónlist

Lorde sú yngsta á toppnum í 26 ár

Ný-sjálenska söngkonan og lagahöfundurinn Lorde er yngsti sólótónlistarmaðurinn til að komast á topp bandaríska Billboard-vinsældarlistans í 26 ár.

Hún situr nú í efsta sæti listans með lagið Royals eftir að hafa hrifsað það af Miley Cyrus sem var áður á toppnum með Wrecking Ball.

Lorde er sextán ára en verður sautján ára 7. nóvember. Árið 1987 komst Tiffany á toppinn með lagið I Think We´re Alone Now. Þá var hún sextán ára og eins mánaðar gömul.

Yngsti sólótónlistarmaðurinn til að komast á toppinn er Steve Wonder sem var aðeins þrettán ára þegar fór á toppinn með Fingertips Pt 2 árið 1963.

Fyrsta breiðskífa Lorde, Pure Heroine, kemur út 28. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.