Lífið

Sonur Woody Allen mögulega sonur Franks Sinatra

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Woody Allen, Ronan Farrow og Frank Sinatra.
Woody Allen, Ronan Farrow og Frank Sinatra. Mynd/Getty Images
Sonur Miu Farrow og Woody Allens, Ronan Farrow, gæti í raun verið sonur Franks Sinatra ef marka má ummæli Miu í viðtali við tímaritið Vanity Fair. Þegar hún var spurð hvort fyrrverandi eiginmaður hennar, Sinatra, stóra ástin í lífi hennar, gæti verið faðir Ronans, svaraði hún: „Mögulega.“

Woody Allen og Mia Farrow stóðu í forræðisdeilum eftir skilnað sinn en Farrow fékk að lokum forræðið. Ronan, skírður Satchel Ronan O‘Sullivan Farrow, sagði á Twitter í kjölfar ummæla móður sinnar „Heyrið nú, við erum öll „mögulega“ synir Franks Sinatra.“

Sinatra sem dó árið 1998, 82 ára að aldri, og Farrow, sem er 68 ára, giftu sig árið 1966 og voru þau gift í tvö ár. Leikkonan segir þó sambandið hafa haldið áfram eftir skilnaðinn. „Við hættum aldrei saman í raun,“ sagði hún í viðtalinu en þar kom einnig fram að ekkert faðernispróf hefði verið gert.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.