Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Haraldur Guðmundsson skrifar 2. október 2013 18:11 „Krafan gegn þessum fyrirtækjum er sú að þau loki fyrir aðgang viðskiptavina sinna að skráarskiptasíðunum Pirate Bay og Deildu.net, þar sem stórtækustu höfundarréttarbrotin hafa átt sér stað undanfarin ár,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður fjögurra rétthafasamtaka sem hafa sent lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á að fimm fjarskiptafyrirtæki loki fyrir aðgang að umræddum síðum. Tómas segir lögbannsbeiðnina ekki eiga að gefa í skyn að fjarskiptafyrirtækin beri ábyrgð á brotunum. „Vandamálið er að það næst ekki í þá sem eru í forsvari fyrir þessar síður og það veit enginn hverjir þeir eru. Það er ekki hægt að fara fram á lögbann gegn einhverjum sem þú veist ekki hver er og því er þetta neyðarúrræði,“ segir Tómas. Fjarskiptafyrirtækin Síminn, Vodafone og Hringdu voru tilbúin til að tjá sig um málið í dag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði fyrirtækið hafa bent á að það leiki lagalegur vafi á því hvort unnt sé að takmarka aðgengi með þeim hætti sem rétthafarnir vilja fara. „Nú munu loksins til þess bærir aðilar taka ákvörðun um hvað beri að gera í málum sem þessum. Við bíðum niðurstöðunnar og bregðumst við í takti við hana. Við verndum okkar viðskiptavini,“ sagði Gunnhildur. Kristinn Pétursson, talsmaður fjarskiptafélagsins Hringdu, sagði að með lögbannsbeiðninni sé: „SMÁÍS komið í hlutverk netlöggunnar og ætlist til þess að síma- og fjarskiptafyrirtækin sjái um fangelsismálin. Þetta er álíka gáfulegt og ætla að stöðva smygl með því að banna flugumferð og siglingar. SMÁÍS eiga að leita til lögreglunnar til að stöðva afbrotamennina frekar en taka lögin í eigin hendur og hindra aðgang almennings að internetinu.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði eðlilegt að réttaróvissu um málið verði eytt. „Að sama skapi er mikilvægt að eitt verði látið ganga um öll fjarskiptafyrirtækin þannig að einu fyrirtæki verði ekki bannað það sem öðru er leyft.“ Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Krafan gegn þessum fyrirtækjum er sú að þau loki fyrir aðgang viðskiptavina sinna að skráarskiptasíðunum Pirate Bay og Deildu.net, þar sem stórtækustu höfundarréttarbrotin hafa átt sér stað undanfarin ár,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður fjögurra rétthafasamtaka sem hafa sent lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á að fimm fjarskiptafyrirtæki loki fyrir aðgang að umræddum síðum. Tómas segir lögbannsbeiðnina ekki eiga að gefa í skyn að fjarskiptafyrirtækin beri ábyrgð á brotunum. „Vandamálið er að það næst ekki í þá sem eru í forsvari fyrir þessar síður og það veit enginn hverjir þeir eru. Það er ekki hægt að fara fram á lögbann gegn einhverjum sem þú veist ekki hver er og því er þetta neyðarúrræði,“ segir Tómas. Fjarskiptafyrirtækin Síminn, Vodafone og Hringdu voru tilbúin til að tjá sig um málið í dag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði fyrirtækið hafa bent á að það leiki lagalegur vafi á því hvort unnt sé að takmarka aðgengi með þeim hætti sem rétthafarnir vilja fara. „Nú munu loksins til þess bærir aðilar taka ákvörðun um hvað beri að gera í málum sem þessum. Við bíðum niðurstöðunnar og bregðumst við í takti við hana. Við verndum okkar viðskiptavini,“ sagði Gunnhildur. Kristinn Pétursson, talsmaður fjarskiptafélagsins Hringdu, sagði að með lögbannsbeiðninni sé: „SMÁÍS komið í hlutverk netlöggunnar og ætlist til þess að síma- og fjarskiptafyrirtækin sjái um fangelsismálin. Þetta er álíka gáfulegt og ætla að stöðva smygl með því að banna flugumferð og siglingar. SMÁÍS eiga að leita til lögreglunnar til að stöðva afbrotamennina frekar en taka lögin í eigin hendur og hindra aðgang almennings að internetinu.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði eðlilegt að réttaróvissu um málið verði eytt. „Að sama skapi er mikilvægt að eitt verði látið ganga um öll fjarskiptafyrirtækin þannig að einu fyrirtæki verði ekki bannað það sem öðru er leyft.“
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira