Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Haraldur Guðmundsson skrifar 2. október 2013 18:11 „Krafan gegn þessum fyrirtækjum er sú að þau loki fyrir aðgang viðskiptavina sinna að skráarskiptasíðunum Pirate Bay og Deildu.net, þar sem stórtækustu höfundarréttarbrotin hafa átt sér stað undanfarin ár,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður fjögurra rétthafasamtaka sem hafa sent lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á að fimm fjarskiptafyrirtæki loki fyrir aðgang að umræddum síðum. Tómas segir lögbannsbeiðnina ekki eiga að gefa í skyn að fjarskiptafyrirtækin beri ábyrgð á brotunum. „Vandamálið er að það næst ekki í þá sem eru í forsvari fyrir þessar síður og það veit enginn hverjir þeir eru. Það er ekki hægt að fara fram á lögbann gegn einhverjum sem þú veist ekki hver er og því er þetta neyðarúrræði,“ segir Tómas. Fjarskiptafyrirtækin Síminn, Vodafone og Hringdu voru tilbúin til að tjá sig um málið í dag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði fyrirtækið hafa bent á að það leiki lagalegur vafi á því hvort unnt sé að takmarka aðgengi með þeim hætti sem rétthafarnir vilja fara. „Nú munu loksins til þess bærir aðilar taka ákvörðun um hvað beri að gera í málum sem þessum. Við bíðum niðurstöðunnar og bregðumst við í takti við hana. Við verndum okkar viðskiptavini,“ sagði Gunnhildur. Kristinn Pétursson, talsmaður fjarskiptafélagsins Hringdu, sagði að með lögbannsbeiðninni sé: „SMÁÍS komið í hlutverk netlöggunnar og ætlist til þess að síma- og fjarskiptafyrirtækin sjái um fangelsismálin. Þetta er álíka gáfulegt og ætla að stöðva smygl með því að banna flugumferð og siglingar. SMÁÍS eiga að leita til lögreglunnar til að stöðva afbrotamennina frekar en taka lögin í eigin hendur og hindra aðgang almennings að internetinu.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði eðlilegt að réttaróvissu um málið verði eytt. „Að sama skapi er mikilvægt að eitt verði látið ganga um öll fjarskiptafyrirtækin þannig að einu fyrirtæki verði ekki bannað það sem öðru er leyft.“ Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
„Krafan gegn þessum fyrirtækjum er sú að þau loki fyrir aðgang viðskiptavina sinna að skráarskiptasíðunum Pirate Bay og Deildu.net, þar sem stórtækustu höfundarréttarbrotin hafa átt sér stað undanfarin ár,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður fjögurra rétthafasamtaka sem hafa sent lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á að fimm fjarskiptafyrirtæki loki fyrir aðgang að umræddum síðum. Tómas segir lögbannsbeiðnina ekki eiga að gefa í skyn að fjarskiptafyrirtækin beri ábyrgð á brotunum. „Vandamálið er að það næst ekki í þá sem eru í forsvari fyrir þessar síður og það veit enginn hverjir þeir eru. Það er ekki hægt að fara fram á lögbann gegn einhverjum sem þú veist ekki hver er og því er þetta neyðarúrræði,“ segir Tómas. Fjarskiptafyrirtækin Síminn, Vodafone og Hringdu voru tilbúin til að tjá sig um málið í dag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði fyrirtækið hafa bent á að það leiki lagalegur vafi á því hvort unnt sé að takmarka aðgengi með þeim hætti sem rétthafarnir vilja fara. „Nú munu loksins til þess bærir aðilar taka ákvörðun um hvað beri að gera í málum sem þessum. Við bíðum niðurstöðunnar og bregðumst við í takti við hana. Við verndum okkar viðskiptavini,“ sagði Gunnhildur. Kristinn Pétursson, talsmaður fjarskiptafélagsins Hringdu, sagði að með lögbannsbeiðninni sé: „SMÁÍS komið í hlutverk netlöggunnar og ætlist til þess að síma- og fjarskiptafyrirtækin sjái um fangelsismálin. Þetta er álíka gáfulegt og ætla að stöðva smygl með því að banna flugumferð og siglingar. SMÁÍS eiga að leita til lögreglunnar til að stöðva afbrotamennina frekar en taka lögin í eigin hendur og hindra aðgang almennings að internetinu.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði eðlilegt að réttaróvissu um málið verði eytt. „Að sama skapi er mikilvægt að eitt verði látið ganga um öll fjarskiptafyrirtækin þannig að einu fyrirtæki verði ekki bannað það sem öðru er leyft.“
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira