Tónlist

Með heklaða grímu í myndbandi Múm

 Múm hefur sent frá sér myndband er við lagið Candlestick. Það er tekið af nýjustu plötu sveitarinnar, Smilewound, sem kom út í byrjun september.

Leikstjóri var Magnús Leifsson, Árni Filippusson var tökumaður, Sigurður Eyþórsson klippti, Henrik Linnet sá um hreyfimyndahönnun og Arnar Ásgeirsson var aðstoðarleikstjóri.

Þetta er fimmta myndband þeirra félaga. Þeir hafa áður gert myndbönd fyrir Hjaltalín, FM Belfast, Ólaf Arnalds og Retro Stefson. Myndband þeirra við lagið Glow með Retro Stefson var valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt sem Mr. Silla, söngkona Múm heklaði grímuna sem huldumaðurinn í myndbandinu ber.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×