Bíó og sjónvarp

Wikileaks myndin óvinsæl vestanhafs

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Benedict Cumberbatch leikur Julian Assange í kvikmyndinni The Fifth Estate.
Benedict Cumberbatch leikur Julian Assange í kvikmyndinni The Fifth Estate. Getty Images
Kvikmyndin The Fifth Estate, sem fjallar eins og kunnugt er um Wikileaks með Julian Assange í fararbroddi, hefur ekki náð miklum vinsældum í Bandaríkjunum á frumsýningarhelgi sinni.

Halaði hún aðeins inn um 2,4 milljónir dollara og að meðaltali 1355 dollara á hvern sýningarsal. Það er næstversta frumsýningarhelgi ársins í peningum talið á eftir kvikmyndinni Phantom með Ed Harris í aðalhlutverki.  Þetta hljóta að teljast veruleg vonbrigði þar sem að kvikmyndin kostaði um 30 milljónir dollara í framleiðslu.

Julian Assange hefur lýst yfir óánægju sinni með myndina. Hann segir að hún fari ekki rétt með staðreyndir og að hann vonist til þess að heimurinn hafni henni. „Myndin reynir ekki að einfalda, skýra eða draga fram sannleikann heldur grefur hann,“ skrifaði hann nýlega






Fleiri fréttir

Sjá meira


×