Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Andri Þór Sturluson skrifar 18. október 2013 12:00 Ást, knús og innilegheit er nýja stefnan í fangelsismálum. Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að allir fangar í fangelsum landsins skulu hér eftir verða áminntir reglulega um að þeir eru elskaðir og fangavörðum þyki ákaflega vænt um þá. Þá skuli starfsfólk fangelsanna knúsa og faðma þá, jafnvel þó þeim þyki það ekki gott. „Það er meðal annars vegna aukinnar hörku og tíðni ofbeldis sem við förum í þessa stefnubreytingu,“ segir forstjóri Fangelsismálastofnunar, en ákveðið var í vikunni að fangarnir fá ekki að gleyma því í eina mínútu að þeir eru yndislegir, hver á sinn hátt. Reglurnar voru kynntar fyrir föngum í vikunni sem eru ósáttir. Þeir mega búast við því að verða faðmaðir upp úr þurru á göngunum, að fangaverðir komi inn í klefa til þeirra til að strjúka þeim vinalega um hárið og segi þeim að þeir séu litla gullið sitt. Reglugerðin tekur gildi 15. janúar. Fangelsismálastofnun hafi lengi reynt að halda úti frjálslegri stefnu varðandi samskipti, „en samfélagið hefur breyst svo mikið. Það er komin ný tegund af glæpamönnum og það þarf að bregðast við því,“ segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Aðspurður hvað hann eigi við svarar hann: „Þetta eru menn sem hafa gerst sekir um svo hrottafengin og viðbjóðsleg afbrot að það þarf að tryggja að slíkir einstaklingar finni ást og umhyggju. Móðurlegt "bromance",“ segir hann og bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að það að vefja ofbeldismenn í bómul, sýna þeim ríka þjónustulund og skilyrðislausa væntumþykju skili þeim betri mönnum út í samfélagið. Þá eru fangar ekki lengur ávarpaðir með fullu nafni heldur gælunöfnum eins og „Gulli minn“, „hnoðri“ og „litla ljós næturvaktarinnar“. Einnig er til skoðunar að skylda fanga í föndur og hannyrðir. „Það er ósköp einfalt í mínum huga. Fangelsin eiga ekki að skila af sér einhverjum ruddum sem geta barið mann og annan heldur viðkvæmum tilfinningaverum.“ Sú gagnrýni hefur komið fram á meðal fanga að fangelsismálayfirvöld leggi meiri áherslu á refsingu heldur en betrun. Forstjóri segir það rangt. „Þeir sem hegða sér vel þeir fara úr lokuðu fangelsi í opið, úr opnu fangelsi á áfangaheimili og úr áfangaheimili í rafrænt eftirlit.“ Rafrænt eftirlit er stöðugt að aukast en þá fá menn að vera heima hjá sér og sinna vinnu eða skóla. Fylgst er með þeim í gegnum ökklaband sem þeir bera en þau eru í daglegu tali kölluð "vinabönd" af fangelsisyfirvöldum. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir fanga afar ósátta og býst við alvarlegum afleiðingum. „Það á að kaffæra okkur í ást og meðvirkni og þetta leiðir bara af sér meiri fíkniefnaneyslu og ofbeldi,“ segir hann. „Mér finnst líka að það eigi ekki að refsa hinum saklausu fyrir kaldlyndi örfárra,“ bætir hann við. Aðspurður um að fangar eigi það á hættu að vera faðmaðir heitt og innilega upp úr þurru svarar hann: „Það yrði bara skelfilegt. Þá er þetta bara orðin refsivist.“Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu þar sem allir eru elskaðir. Harmageddon Mest lesið Jack Live tónleikar á Húrra í kvöld Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon Nítján ára konungur gerir það gott Harmageddon Apple auðveldar viðskiptavinum að eyða U2 plötu úr tækjum sínum Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Maus Harmageddon Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Fór á fyllerí með David Grohl í tíunda bekk Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon
Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að allir fangar í fangelsum landsins skulu hér eftir verða áminntir reglulega um að þeir eru elskaðir og fangavörðum þyki ákaflega vænt um þá. Þá skuli starfsfólk fangelsanna knúsa og faðma þá, jafnvel þó þeim þyki það ekki gott. „Það er meðal annars vegna aukinnar hörku og tíðni ofbeldis sem við förum í þessa stefnubreytingu,“ segir forstjóri Fangelsismálastofnunar, en ákveðið var í vikunni að fangarnir fá ekki að gleyma því í eina mínútu að þeir eru yndislegir, hver á sinn hátt. Reglurnar voru kynntar fyrir föngum í vikunni sem eru ósáttir. Þeir mega búast við því að verða faðmaðir upp úr þurru á göngunum, að fangaverðir komi inn í klefa til þeirra til að strjúka þeim vinalega um hárið og segi þeim að þeir séu litla gullið sitt. Reglugerðin tekur gildi 15. janúar. Fangelsismálastofnun hafi lengi reynt að halda úti frjálslegri stefnu varðandi samskipti, „en samfélagið hefur breyst svo mikið. Það er komin ný tegund af glæpamönnum og það þarf að bregðast við því,“ segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Aðspurður hvað hann eigi við svarar hann: „Þetta eru menn sem hafa gerst sekir um svo hrottafengin og viðbjóðsleg afbrot að það þarf að tryggja að slíkir einstaklingar finni ást og umhyggju. Móðurlegt "bromance",“ segir hann og bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að það að vefja ofbeldismenn í bómul, sýna þeim ríka þjónustulund og skilyrðislausa væntumþykju skili þeim betri mönnum út í samfélagið. Þá eru fangar ekki lengur ávarpaðir með fullu nafni heldur gælunöfnum eins og „Gulli minn“, „hnoðri“ og „litla ljós næturvaktarinnar“. Einnig er til skoðunar að skylda fanga í föndur og hannyrðir. „Það er ósköp einfalt í mínum huga. Fangelsin eiga ekki að skila af sér einhverjum ruddum sem geta barið mann og annan heldur viðkvæmum tilfinningaverum.“ Sú gagnrýni hefur komið fram á meðal fanga að fangelsismálayfirvöld leggi meiri áherslu á refsingu heldur en betrun. Forstjóri segir það rangt. „Þeir sem hegða sér vel þeir fara úr lokuðu fangelsi í opið, úr opnu fangelsi á áfangaheimili og úr áfangaheimili í rafrænt eftirlit.“ Rafrænt eftirlit er stöðugt að aukast en þá fá menn að vera heima hjá sér og sinna vinnu eða skóla. Fylgst er með þeim í gegnum ökklaband sem þeir bera en þau eru í daglegu tali kölluð "vinabönd" af fangelsisyfirvöldum. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir fanga afar ósátta og býst við alvarlegum afleiðingum. „Það á að kaffæra okkur í ást og meðvirkni og þetta leiðir bara af sér meiri fíkniefnaneyslu og ofbeldi,“ segir hann. „Mér finnst líka að það eigi ekki að refsa hinum saklausu fyrir kaldlyndi örfárra,“ bætir hann við. Aðspurður um að fangar eigi það á hættu að vera faðmaðir heitt og innilega upp úr þurru svarar hann: „Það yrði bara skelfilegt. Þá er þetta bara orðin refsivist.“Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu þar sem allir eru elskaðir.
Harmageddon Mest lesið Jack Live tónleikar á Húrra í kvöld Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon Nítján ára konungur gerir það gott Harmageddon Apple auðveldar viðskiptavinum að eyða U2 plötu úr tækjum sínum Harmageddon Tuttugu ára afmæli X-977 - Maus Harmageddon Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Fór á fyllerí með David Grohl í tíunda bekk Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Kings Of Leon með nýja plötu Harmageddon Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Harmageddon