Vildi ekki að persónulegir brestir vörpuðu skugga á störf Pírata Frosti Logason skrifar 13. febrúar 2019 21:39 Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, sagði af sér þingmennsku í vikunni og tilkynnti um leið að hann mundi víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem flokkurinn hefði falið honum. Þetta gerði hann vegna framgöngu sinnar aðfaranótt síðasta laugardags gagnvart Ernu Ýr Öldudóttur en hún er blaðamaður hjá Viljanum og fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata. Snæbjörn ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar dró hann enga dulu yfir að hann hefði misst stjórn á skapi sínu um helgina og þar væri engum öðrum en honum sjálfum um að kenna. Snæbjörn sagðist hafa gerst sekur um hegðun sem sæmdi ekki kjörnum fulltrúum. „Fyrir hinn venjulega borgara væri þetta kannski bara eitthvað sem fólk velti sér ekki mikið upp úr en mér finnst það skipta máli þegar búið er að treysta manni í ákveðna stöðu að maður standi undir því og hagi sér þannig.“ Snæbjörn lagði áherslu á að með afsögn sinni væri hann fyrst og fremst að uppfylla þær kröfur sem hann gerði til sjálfs síns, að bregðast ekki því trausti sem honum hafi verið sýnt. “Það er fullt af fólki sem er með mér á lista, fólk sem vann í þessari kosningabaráttu, og fólk sem kaus ekki endilega mig, heldur ákveðnar hugmyndir eða hóp af fólki með hugmyndir. Mér finnst ekki tækt að ég geti verið að skemma fyrir þeim hópi eða hugmyndum með því að flækjast fyrir umræðunni.“ Snæbjörn sagði ákvörðun sína vera persónulega og ekki ætlaða til að setja öðrum kjörnum fulltrúum eitthvert sérstakt fordæmi í þessum efnum. „En ef þetta segir fólki á einhvern hátt að það séu til staðar einhverjir standardar þá finnst mér það fínt, en það er ekki markmið mitt með þessu.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Snæbjörn Brynjarsson hér að ofan. Píratar Mest lesið Ný heimildarmynd um Kurt Cobain forsýnd Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í Reykjavík Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Umhverfisráðherra til í fórnir ef "fagmenn“ komast að þeirri niðurstöðu Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Bandarískir rapparar hrifnir af Actavis Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon
Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, sagði af sér þingmennsku í vikunni og tilkynnti um leið að hann mundi víkja úr öllum ábyrgðarstöðum sem flokkurinn hefði falið honum. Þetta gerði hann vegna framgöngu sinnar aðfaranótt síðasta laugardags gagnvart Ernu Ýr Öldudóttur en hún er blaðamaður hjá Viljanum og fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata. Snæbjörn ræddi málið í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar dró hann enga dulu yfir að hann hefði misst stjórn á skapi sínu um helgina og þar væri engum öðrum en honum sjálfum um að kenna. Snæbjörn sagðist hafa gerst sekur um hegðun sem sæmdi ekki kjörnum fulltrúum. „Fyrir hinn venjulega borgara væri þetta kannski bara eitthvað sem fólk velti sér ekki mikið upp úr en mér finnst það skipta máli þegar búið er að treysta manni í ákveðna stöðu að maður standi undir því og hagi sér þannig.“ Snæbjörn lagði áherslu á að með afsögn sinni væri hann fyrst og fremst að uppfylla þær kröfur sem hann gerði til sjálfs síns, að bregðast ekki því trausti sem honum hafi verið sýnt. “Það er fullt af fólki sem er með mér á lista, fólk sem vann í þessari kosningabaráttu, og fólk sem kaus ekki endilega mig, heldur ákveðnar hugmyndir eða hóp af fólki með hugmyndir. Mér finnst ekki tækt að ég geti verið að skemma fyrir þeim hópi eða hugmyndum með því að flækjast fyrir umræðunni.“ Snæbjörn sagði ákvörðun sína vera persónulega og ekki ætlaða til að setja öðrum kjörnum fulltrúum eitthvert sérstakt fordæmi í þessum efnum. „En ef þetta segir fólki á einhvern hátt að það séu til staðar einhverjir standardar þá finnst mér það fínt, en það er ekki markmið mitt með þessu.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Snæbjörn Brynjarsson hér að ofan.
Píratar Mest lesið Ný heimildarmynd um Kurt Cobain forsýnd Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Nóbelsverðlaunahafi með fyrirlestur í Reykjavík Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Atburðarás í Árbæ vekur upp margar spurningar Harmageddon Umhverfisráðherra til í fórnir ef "fagmenn“ komast að þeirri niðurstöðu Harmageddon Íslendingurinn sem er að slá í gegn í Dexter Harmageddon Bandarískir rapparar hrifnir af Actavis Harmageddon "Þetta er besta platan okkar“ Harmageddon