Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2013 19:00 Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Jarðvísindamenn hafa náð upp nýjum hraunmolum af hafsbotninum um fimmtíu kílómetra norðan Grímseyjar. Viðamiklar grunnrannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem hófust fyrir tólf árum, hafa meðal annars leitt til gasleitar á Skjálfanda, sem nú stendur yfir, en einnig aflað nýrrar þekkingar um eldvirkni á svæðinu með hjálp þrívíddarmynda sem fjölgeislamælingar hafa náð af botninum. Heilu neðansjávareldfjöllin hafa komið í ljós, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Þar náðist árið 2005 upp nýrunninn hraunmoli af hafsbotni sem bendir til að þá hafi verið liðinn stuttur tími frá síðasta gosi, á svæði þar sem öflugar skjálftahrinur hafa verið síðustu tíu ár.Hraunmolinn sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar er úr nýlegu eldgosi.Mynd/Bjarni Einarsson.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir hraungrjótið svo ferskt að það gæti hafa runnið í gær. Það hafi ekkert verið ummyndað og lítið hafi verið af pípuormum né öðrum kalklífverum sem setjist mjög fljótlega á grjót. Bryndís segir að þau Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur séu sammála um að steinninn gæti hafa verið nokkurra mánaða en ekki margra ára gamall. Til að fá nákvæmari aldursákvörðun segir Bryndís að frekari rannsóknir þyrfti. Hún nefnir að haustið 2002 hafi mælst þarna mikill órói með skjálfta upp á 5,5 stig, sem gæti hafa tengst litlu eldgosi, og þar fannst einmitt hraunmolinn, í sigdal í Stóragrunni.Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni.-En getur svona gos farið framhjá okkur? Þeirri spurningu svarar Bryndís játandi. Ekki hafi verið til nákvæm mælitæki, eins og jarðskjálftamælar, fyrr en síðustu 40-50 ár. „Þannig að það vissi enginn hvað var að gerast hér áður fyrr, nema þegar menn sáu loga upp úr hafinu, eins og til dæmis árið 1867. Þá gaus við Mánáreyjar.“ Nánar var fjallað í málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Jarðvísindamenn hafa náð upp nýjum hraunmolum af hafsbotninum um fimmtíu kílómetra norðan Grímseyjar. Viðamiklar grunnrannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem hófust fyrir tólf árum, hafa meðal annars leitt til gasleitar á Skjálfanda, sem nú stendur yfir, en einnig aflað nýrrar þekkingar um eldvirkni á svæðinu með hjálp þrívíddarmynda sem fjölgeislamælingar hafa náð af botninum. Heilu neðansjávareldfjöllin hafa komið í ljós, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Þar náðist árið 2005 upp nýrunninn hraunmoli af hafsbotni sem bendir til að þá hafi verið liðinn stuttur tími frá síðasta gosi, á svæði þar sem öflugar skjálftahrinur hafa verið síðustu tíu ár.Hraunmolinn sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar er úr nýlegu eldgosi.Mynd/Bjarni Einarsson.Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir hraungrjótið svo ferskt að það gæti hafa runnið í gær. Það hafi ekkert verið ummyndað og lítið hafi verið af pípuormum né öðrum kalklífverum sem setjist mjög fljótlega á grjót. Bryndís segir að þau Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur séu sammála um að steinninn gæti hafa verið nokkurra mánaða en ekki margra ára gamall. Til að fá nákvæmari aldursákvörðun segir Bryndís að frekari rannsóknir þyrfti. Hún nefnir að haustið 2002 hafi mælst þarna mikill órói með skjálfta upp á 5,5 stig, sem gæti hafa tengst litlu eldgosi, og þar fannst einmitt hraunmolinn, í sigdal í Stóragrunni.Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni.-En getur svona gos farið framhjá okkur? Þeirri spurningu svarar Bryndís játandi. Ekki hafi verið til nákvæm mælitæki, eins og jarðskjálftamælar, fyrr en síðustu 40-50 ár. „Þannig að það vissi enginn hvað var að gerast hér áður fyrr, nema þegar menn sáu loga upp úr hafinu, eins og til dæmis árið 1867. Þá gaus við Mánáreyjar.“ Nánar var fjallað í málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira