Ekki von á skuldaaðgerðum fyrir áramót Höskuldur Kári Schram skrifar 17. október 2013 12:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að ólíklegt sé að hægt verði að ráðast í aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á þessu ári. Málið sé þó enn á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði í samtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að ólíklegt sé að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingar verði teknar fyrir áramót. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna út í þessi ummæli í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Helgi spurði ráðherra hvenær von væri á tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við máli. Bjarni sagði að starfshópar sem væru að vinna að tillögum myndu skila af sér í nóvember- og desembermánuði. „Það er mín skoðun að það þurfi að taka þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar hér í þinginu og þegar á það er horft þá er ég ekkert sérstaklega vongóður um að við verðum bæði búin að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum, klára þau í gegnum þrjár umræður hér fyrir jól. Ég skal bara viðurkenna það ég er ekkert sérstaklega vongóður um það,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna út í áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Vísaði hún einnig í samtal ráðherra við Bloomberg fréttastofuna en þar sagði Bjarni að hægt væri að afnema höftin innan árs. Bjarni sagði að áfram verði unnið eftir þeirri áætlun um afnám hafta sem nú liggur fyrir og að ný áætlun muni byggja að mestu leyti á þeirri gömlu. Málið verði áfram unnið í þverpólitísku samstarfi. „Mín skoðun er sú að það sé í sjálfu sér ekkert tæknilegt eða efnislegt í þessu máli sem að gerir það að verkum að séu menn að horfa á hlutina sömu augum að það ætti að taka mikið lengri tíma en sex mánuði, níu mánuði, að minnsta kosti innan árs að vinna úr helstu viðfangsefnunum. Hins vegar ef að væntingar þeirra sem koma að málinu er mjög ólíkar, sýn þeirra á það hvað er raunhæft allt önnur þá er þetta miklu flóknara viðfangsefni,“ sagði Bjarni. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að ólíklegt sé að hægt verði að ráðast í aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á þessu ári. Málið sé þó enn á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði í samtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að ólíklegt sé að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingar verði teknar fyrir áramót. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna út í þessi ummæli í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Helgi spurði ráðherra hvenær von væri á tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við máli. Bjarni sagði að starfshópar sem væru að vinna að tillögum myndu skila af sér í nóvember- og desembermánuði. „Það er mín skoðun að það þurfi að taka þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar hér í þinginu og þegar á það er horft þá er ég ekkert sérstaklega vongóður um að við verðum bæði búin að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum, klára þau í gegnum þrjár umræður hér fyrir jól. Ég skal bara viðurkenna það ég er ekkert sérstaklega vongóður um það,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna út í áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Vísaði hún einnig í samtal ráðherra við Bloomberg fréttastofuna en þar sagði Bjarni að hægt væri að afnema höftin innan árs. Bjarni sagði að áfram verði unnið eftir þeirri áætlun um afnám hafta sem nú liggur fyrir og að ný áætlun muni byggja að mestu leyti á þeirri gömlu. Málið verði áfram unnið í þverpólitísku samstarfi. „Mín skoðun er sú að það sé í sjálfu sér ekkert tæknilegt eða efnislegt í þessu máli sem að gerir það að verkum að séu menn að horfa á hlutina sömu augum að það ætti að taka mikið lengri tíma en sex mánuði, níu mánuði, að minnsta kosti innan árs að vinna úr helstu viðfangsefnunum. Hins vegar ef að væntingar þeirra sem koma að málinu er mjög ólíkar, sýn þeirra á það hvað er raunhæft allt önnur þá er þetta miklu flóknara viðfangsefni,“ sagði Bjarni.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Sjá meira