Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2013 18:45 Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild að leyfinu og hefur hún nú einn mánuð til að ákveða sig. Tíu mánuðir eru frá því íslensk stjórnvöld gáfu út fyrstu sérleyfin í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe. Norska ríkið varð þar í fyrsta sinn aðili að olíuleit í lögsögu annars ríkis, og tilnefndi ríkisolíufélagið Petoro sem fjórðungsaðila að tveimur fyrstu leyfunum, í samræmi við Jan Mayen-samkomulag ríkjanna frá árinu 1981. Orkustofnun hefur nú ákveðið að gefa út þriðja sérleyfið, til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC, með 80%, og íslenska félagsins Eykons, með 20%, og býðst norskum stjórnvöldum nú með sama hætti að gerast 25% aðili. Við það minnkaði hlutur hinna í 60% og 15%. Í Noregi tók hins vegar ný ríkisstjórn við völdum í dag og hún hefur á stefnuskrá, að kröfu tveggja stuðningsflokka, að leyfa ekki olíuleit á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, né öðrum nýjum svæðum í lögsögu Noregs. Það kemur nú í hlut nýs olíu- og orkumálaráðherra, Tord Lien, að svara boði íslenskra stjórnvalda. Bréfið fór til Noregs í dag frá Orkustofnun og nýi olíumálaráðherrann hefur nú 30 daga til að ákveða hvort hann segi nei takk við Íslendinga, - eða kjósi fremur að ögra nýjum samstarfsflokkum og hætta á pólitísk átök, - með því að segja já, - og ganga inn í þriðja olíusérleyfið við Jan Mayen. Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild að leyfinu og hefur hún nú einn mánuð til að ákveða sig. Tíu mánuðir eru frá því íslensk stjórnvöld gáfu út fyrstu sérleyfin í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe. Norska ríkið varð þar í fyrsta sinn aðili að olíuleit í lögsögu annars ríkis, og tilnefndi ríkisolíufélagið Petoro sem fjórðungsaðila að tveimur fyrstu leyfunum, í samræmi við Jan Mayen-samkomulag ríkjanna frá árinu 1981. Orkustofnun hefur nú ákveðið að gefa út þriðja sérleyfið, til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC, með 80%, og íslenska félagsins Eykons, með 20%, og býðst norskum stjórnvöldum nú með sama hætti að gerast 25% aðili. Við það minnkaði hlutur hinna í 60% og 15%. Í Noregi tók hins vegar ný ríkisstjórn við völdum í dag og hún hefur á stefnuskrá, að kröfu tveggja stuðningsflokka, að leyfa ekki olíuleit á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, né öðrum nýjum svæðum í lögsögu Noregs. Það kemur nú í hlut nýs olíu- og orkumálaráðherra, Tord Lien, að svara boði íslenskra stjórnvalda. Bréfið fór til Noregs í dag frá Orkustofnun og nýi olíumálaráðherrann hefur nú 30 daga til að ákveða hvort hann segi nei takk við Íslendinga, - eða kjósi fremur að ögra nýjum samstarfsflokkum og hætta á pólitísk átök, - með því að segja já, - og ganga inn í þriðja olíusérleyfið við Jan Mayen.
Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09
Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00