Já við boði Íslendinga gæti þýtt átök í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2013 18:45 Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild að leyfinu og hefur hún nú einn mánuð til að ákveða sig. Tíu mánuðir eru frá því íslensk stjórnvöld gáfu út fyrstu sérleyfin í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe. Norska ríkið varð þar í fyrsta sinn aðili að olíuleit í lögsögu annars ríkis, og tilnefndi ríkisolíufélagið Petoro sem fjórðungsaðila að tveimur fyrstu leyfunum, í samræmi við Jan Mayen-samkomulag ríkjanna frá árinu 1981. Orkustofnun hefur nú ákveðið að gefa út þriðja sérleyfið, til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC, með 80%, og íslenska félagsins Eykons, með 20%, og býðst norskum stjórnvöldum nú með sama hætti að gerast 25% aðili. Við það minnkaði hlutur hinna í 60% og 15%. Í Noregi tók hins vegar ný ríkisstjórn við völdum í dag og hún hefur á stefnuskrá, að kröfu tveggja stuðningsflokka, að leyfa ekki olíuleit á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, né öðrum nýjum svæðum í lögsögu Noregs. Það kemur nú í hlut nýs olíu- og orkumálaráðherra, Tord Lien, að svara boði íslenskra stjórnvalda. Bréfið fór til Noregs í dag frá Orkustofnun og nýi olíumálaráðherrann hefur nú 30 daga til að ákveða hvort hann segi nei takk við Íslendinga, - eða kjósi fremur að ögra nýjum samstarfsflokkum og hætta á pólitísk átök, - með því að segja já, - og ganga inn í þriðja olíusérleyfið við Jan Mayen. Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Orkustofnun hefur fallist á að veita kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og Eykon Energy sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Jafnframt var ríkisstjórn Noregs í dag boðin 25 prósent aðild að leyfinu og hefur hún nú einn mánuð til að ákveða sig. Tíu mánuðir eru frá því íslensk stjórnvöld gáfu út fyrstu sérleyfin í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina að viðstöddum þáverandi olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe. Norska ríkið varð þar í fyrsta sinn aðili að olíuleit í lögsögu annars ríkis, og tilnefndi ríkisolíufélagið Petoro sem fjórðungsaðila að tveimur fyrstu leyfunum, í samræmi við Jan Mayen-samkomulag ríkjanna frá árinu 1981. Orkustofnun hefur nú ákveðið að gefa út þriðja sérleyfið, til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC, með 80%, og íslenska félagsins Eykons, með 20%, og býðst norskum stjórnvöldum nú með sama hætti að gerast 25% aðili. Við það minnkaði hlutur hinna í 60% og 15%. Í Noregi tók hins vegar ný ríkisstjórn við völdum í dag og hún hefur á stefnuskrá, að kröfu tveggja stuðningsflokka, að leyfa ekki olíuleit á norska hluta Jan Mayen-svæðisins, né öðrum nýjum svæðum í lögsögu Noregs. Það kemur nú í hlut nýs olíu- og orkumálaráðherra, Tord Lien, að svara boði íslenskra stjórnvalda. Bréfið fór til Noregs í dag frá Orkustofnun og nýi olíumálaráðherrann hefur nú 30 daga til að ákveða hvort hann segi nei takk við Íslendinga, - eða kjósi fremur að ögra nýjum samstarfsflokkum og hætta á pólitísk átök, - með því að segja já, - og ganga inn í þriðja olíusérleyfið við Jan Mayen.
Tengdar fréttir Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09
Illa gert gagnvart Íslandi, skaðar norska hagsmuni Einn kunnasti olíuráðgjafi Norðmanna segir það illa gert gagnvart Íslandi að norsk stjórnvöld falli frá olíuleit við Jan Mayen. 3. október 2013 19:00