Tónlist

Vantaði almennilegt „Hafnarfjarðar-represent“

„Okkur fannst vanta almennilegt „Hafnarfjarðar-represent“ lag,“ segir Alexander Gabríel, annar meðlimur tvíeykisins Valby bræðra.

Valby bræður frumsýna hér á Vísi sitt fyrsta myndband við sitt fyrsta lag, Hafnarfjarðarpeppinn.

„Lagið fjallar um dásemdina sem felst í því að vera ungur og búa í Hafnarfirði. Þar sem skuldir vaxa á trjánum og menn flækja ekki málin með skotheldum vestum,“ segir Alexander léttur.

Tvíeykið Valby bræður samanstendur af þeim Alexander Gabríel og Jakobi Valby og eru þeir í raun hálfbræður. Þeir vildu koma Hafnarfirði betur á kortið og fengu því til liðs við sig Sesar A, sem stjórnaði upptökum, og söngkonuna Anítu la Scar.

„Það vantaði svona lag um Hafnarfjörð. Eins og Dóri DNA gerði um Mosó, Erpur um Kópavog, Þriðja hæðin um Breiðholt og svo framvegis,“ segir Alexander.

Myndbandinu er leikstýrt af Eyjólfi B. Eyvindarsyni (Sesari A) og var myndataka í höndum Stefáns Biard og Björgvins Sigurðssonar.

Hægt er að fylgjast nánar með Valby bræðrum á Facebook-síðu þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.