Viðskipti innlent

Flotinn í startholum fyrir síldveiðar í Breiðafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Jóna Eðvalds er nú á heimleið eftir tvö köst í Breiðafirði.
Jóna Eðvalds er nú á heimleið eftir tvö köst í Breiðafirði. Mynd/Sverrir
Smábátar hafa hafið veiðar á síld í reknet við norðanvert Snæfellsnes. Hrannar Pétursson hafnarvörður í Stykkishólmi segir veiðina vera fína hjá litlu bátunum. Um 13 bátar lönduðu síld í Stykkishólmi í gær og var aflinn upp í fimm tonn hjá hverjum, en hverjum bát er leyfilegt að veiða átta tonn af síld á viku.

Síðasta sumar voru stór skip að veiða á sama svæði og litlir bátar en samskipti þar á milli hafa verið vinsamleg.

Jóna Eðvalds SF-200 var við veiðar með litlu bátunum í dag en er nú á heimleið. „Við tókum tvö köst og fengum um 730 tonn,“ segir Jóhannes Danner skipstjóri Jónu Eðvalds. „Það er blíðuveður og við fengum góða síld.“ Aðspurður hvort síld sé komin í Breiðafjörðinn í miklu magni segir Jóhannes: „Við fórum svo sem ekki mikið um og köstuðum bara á það sem við sáum og það dugði.“

730 tonn eru þó ekki fullfermi í Jónu Eðvalds en ekki var svigrúm til að kasta aftur. „Við höfðum pláss fyrir meira en af því enginn annar er hér til að miðla afla til köstuðum við ekki. Það er erfitt að sigta einhver hundrað tonn úr svona lóðningum.“

Skipið Ásgrímur Halldórsson hefur einnig verið við veiðar á svæðinu og Jóhann segir líklegt að eftir viku verði fjöldi skipa kominn við veiðar í Breiðafirði. „Þetta er allt í startholunum. Eftir viku verður ábyggilega komið mikið af skipum. Vonandi verður veiðin svipuð og síðasta ár. Þetta byrjar allavega svipað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×