Innlent

Ökumenn, passið ykkur á norðurljósunum!

Boði Logason skrifar
Sjónarspil
Sjónarspil
Samgöngustofa vill hvetja ökumenn til að gæta fyllstu varúðar og láta norðurljósin ekki draga athyglinu frá veginum og nánasta umhverfi.

Eins kom fram á Vísi fyrr í dag, er spáð miklu sjónarspili og áberandi norðurljósum á suðvesturhorninu í kvöld.

Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að algengt sé að ökumenn leggi bílum sínum við hættulega aðstæður til að horfa á ljósadýrðina, til dæmis út í vegkanti.

„Þess eru dæmi að ferðamennirnir séu illsjáanlegir á göngu í kringum bíla. Oft virðist tilviljun ein ráða því hvar stoppað er. Gleymum ekki mikilvægi þess að gæta fyllsta öryggis þegar valinn er staður til að stöðva á og hugið vel að aðstæðum og umferð. Það á að vera hægt að tryggja það að allir komist til síns heima með óspillta og áfallalausa minningu um töfrandi ljósadýrð norðursins,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×