Pistill: Þess vegna eru þeir strákarnir okkar Daði Rafnsson skrifar 11. október 2013 10:39 Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Mynd/AP Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð. Gylfi Sigurðsson átti bróður sem tók hann á endalausar séræfingar og pabba sem hvatti þá til að fara út og hlaða í einn magnaðasta skotfót Íslandssögunnar. Þeir keyrðu á æfingar í Kópavogi til að geta æft inni yfir veturinn með góðu liði og fylgdu honum úr hlaði hjá Reading. Á bak við Gylfa Sigurðsson er fjöldi fólks í FH, Breiðabliki og Reading ásamt kröftugri fjölskyldu sem fylgdi honum úr hlaði. Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og flestir aðrir sem klæðast landsliðstreyjunni í kvöld komust á toppinn vegna eigin dugnaðar og þrautsegju, og fjölskyldu og samfélags sem styður gríðarlega vel við knattspyrnu. Við erum ekki að greiða fyrir einn – heldur hundrað Þess vegna leggja UEFA og FIFA áherslu á að uppeldisbætur séu hluti af söluverði leikmanna. Á námskeiðum sínum um félagsskiptasamninga segja þeir að ekki sé verið að greiða fyrir einn leikmann, heldur þá hundrað sem þurfti til að koma honum til manns. Án grasrótarfótbolta eru ekki efnileg börn sem verða að athyglisverðum unglingum sem enda sem atvinnumenn.Ásgeir Sigurvinsson og Diego Maradona.Nordicphotos/GettyÞað er gaman að segja sögur af ofurmennum. Af fólki sem meikaði það þrátt fyrir umhverfið sitt. Sumir jafnvel trúa því sjálfir að þeir hafi komist á toppinn af sjálfsdáðum. Þeir sem ná alla leið í bláu treyjuna hafa svo sannarlega eiginleika sem gera þeim kleift að nýta sína hæfileika til fulls. Þú munt sjaldan hitta fólk sem er jafn einbeitt í að ná árangri í sinni grein eins og Gylfi Sigurðsson er í að ná árangri í knattspyrnu. Þegar Ásgeir Sigurvinsson náði alla leið á toppinn frá Vestmannaeyjum 7.-8. áratugarins má með sanni segja að hann hafi komist langt þrátt fyrir aðstæður. En í dag er öldin önnur. Landslið fullt af ungum íslenskum drengjum sem þora að skora þá bestu á hólm bera vitni um aðstæður sem hvetja til árangurs; -Stuðningur foreldra og fjölskyldu. -Hvatning og leiðbeining frá fjölda þjálfara. -Brýning af hendi ótal liðsfélaga. -Mótherjar sem ögra manni og reyna á mann. -Stjórnarmenn sem gefa mikla vinnu til að halda félaginu sínu gangandi. -Skattgreiðendur sem tryggja öruggt samfélag til að alast upp í og byggja gervigrasið, sparkvellina og knatthallirnar. -Sjálfboðaliðar sem þvoðu búninga, héldu fjáraflanir, söfnuðu pening og héldu mót. -Dómarar sem mættu í leiki. -Fjölmiðlamenn sem fjalla um íþróttina. -Vallarstarfsmenn sem slá grasið og starfsmenn sem halda íþróttahúsum gangandi. Þess vegna eru þeir strákarnir okkar.Daði Rafnsson er yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks í knattspyrnu. Hann skrifar pistla á bloggsíðu sína dadirafnsson.com HM 2014 í Brasilíu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð. Gylfi Sigurðsson átti bróður sem tók hann á endalausar séræfingar og pabba sem hvatti þá til að fara út og hlaða í einn magnaðasta skotfót Íslandssögunnar. Þeir keyrðu á æfingar í Kópavogi til að geta æft inni yfir veturinn með góðu liði og fylgdu honum úr hlaði hjá Reading. Á bak við Gylfa Sigurðsson er fjöldi fólks í FH, Breiðabliki og Reading ásamt kröftugri fjölskyldu sem fylgdi honum úr hlaði. Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og flestir aðrir sem klæðast landsliðstreyjunni í kvöld komust á toppinn vegna eigin dugnaðar og þrautsegju, og fjölskyldu og samfélags sem styður gríðarlega vel við knattspyrnu. Við erum ekki að greiða fyrir einn – heldur hundrað Þess vegna leggja UEFA og FIFA áherslu á að uppeldisbætur séu hluti af söluverði leikmanna. Á námskeiðum sínum um félagsskiptasamninga segja þeir að ekki sé verið að greiða fyrir einn leikmann, heldur þá hundrað sem þurfti til að koma honum til manns. Án grasrótarfótbolta eru ekki efnileg börn sem verða að athyglisverðum unglingum sem enda sem atvinnumenn.Ásgeir Sigurvinsson og Diego Maradona.Nordicphotos/GettyÞað er gaman að segja sögur af ofurmennum. Af fólki sem meikaði það þrátt fyrir umhverfið sitt. Sumir jafnvel trúa því sjálfir að þeir hafi komist á toppinn af sjálfsdáðum. Þeir sem ná alla leið í bláu treyjuna hafa svo sannarlega eiginleika sem gera þeim kleift að nýta sína hæfileika til fulls. Þú munt sjaldan hitta fólk sem er jafn einbeitt í að ná árangri í sinni grein eins og Gylfi Sigurðsson er í að ná árangri í knattspyrnu. Þegar Ásgeir Sigurvinsson náði alla leið á toppinn frá Vestmannaeyjum 7.-8. áratugarins má með sanni segja að hann hafi komist langt þrátt fyrir aðstæður. En í dag er öldin önnur. Landslið fullt af ungum íslenskum drengjum sem þora að skora þá bestu á hólm bera vitni um aðstæður sem hvetja til árangurs; -Stuðningur foreldra og fjölskyldu. -Hvatning og leiðbeining frá fjölda þjálfara. -Brýning af hendi ótal liðsfélaga. -Mótherjar sem ögra manni og reyna á mann. -Stjórnarmenn sem gefa mikla vinnu til að halda félaginu sínu gangandi. -Skattgreiðendur sem tryggja öruggt samfélag til að alast upp í og byggja gervigrasið, sparkvellina og knatthallirnar. -Sjálfboðaliðar sem þvoðu búninga, héldu fjáraflanir, söfnuðu pening og héldu mót. -Dómarar sem mættu í leiki. -Fjölmiðlamenn sem fjalla um íþróttina. -Vallarstarfsmenn sem slá grasið og starfsmenn sem halda íþróttahúsum gangandi. Þess vegna eru þeir strákarnir okkar.Daði Rafnsson er yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks í knattspyrnu. Hann skrifar pistla á bloggsíðu sína dadirafnsson.com
HM 2014 í Brasilíu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti