Kraftmikið sveitavolæði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. október 2013 09:02 Í flottustu skotunum var stutt í að maður gapti. Bíó, Málmhaus Leikstjóri: Ragnar Bragason Leikarar: Þorbjörg Helga Dýrfjörð, Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir Hera litla brennir prinsessukjólana sína á báli eftir að hún kemur að stóra bróður sínum látnum eftir hörmulegt vinnuslys. Þungarokksbolir bróðurins koma í stað kjólanna og árin líða. Rúmlega tvítug er Hera enn illa haldin af unglingaveiki og foreldrar hennar fyrir löngu búnir að missa þolinmæðina. Hinn hörmulegi atburður hefur síður en svo sleppt af henni takinu og rígheldur henni í sveitinni, flestum til ama. Málmhaus er ekki þungarokksveislan sem ég vonaðist til að hún væri. Þvert á móti er hún hádramatískt sveitavolæði og nokkuð erfitt áhorfs á köflum. Ekki sökum leiðinda heldur vegna þess hversu auðvelt er að hafa samúð með persónunum. Þorbjörg Helga Dýrfjörð er frábær í margslungnu aðalhlutverkinu og mikið mæðir á henni. Þá pressu stenst hún algjörlega. Ingvar og Halldóra þótti mér síðri í hlutverkum foreldranna. Eina stundina voru þau alveg frábær en þá næstu fannst mér þau detta í tilgerðarlegan ofleik. Það dugði þó ekki til að sökkva skipinu, enda handritið traustbyggt og nokkuð vel skrifað. Auðvitað fær tónlistin sitt pláss en er aldrei aðalatriði. Hera gæti eins hafa flúið veruleikann með því að verða FM-hnakki. Sjónrænir þættir myndarinnar eru til fyrirmyndar og satt best að segja man ég ekki eftir áferðarfegurri íslenskri kvikmynd síðan Á köldum klaka var gerð fyrir tæpum tveimur áratugum. Þar spilar kvikmyndatakan stærstu rulluna og í flottustu skotunum var stutt í að maður gapti. Ragnar leikstjóri má vera stoltur af þessari.Niðurstaða: Afbragðs drama og sjónrænt gotterí. Aukastig fyrir Megadeth. Gagnrýni Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó, Málmhaus Leikstjóri: Ragnar Bragason Leikarar: Þorbjörg Helga Dýrfjörð, Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir Hera litla brennir prinsessukjólana sína á báli eftir að hún kemur að stóra bróður sínum látnum eftir hörmulegt vinnuslys. Þungarokksbolir bróðurins koma í stað kjólanna og árin líða. Rúmlega tvítug er Hera enn illa haldin af unglingaveiki og foreldrar hennar fyrir löngu búnir að missa þolinmæðina. Hinn hörmulegi atburður hefur síður en svo sleppt af henni takinu og rígheldur henni í sveitinni, flestum til ama. Málmhaus er ekki þungarokksveislan sem ég vonaðist til að hún væri. Þvert á móti er hún hádramatískt sveitavolæði og nokkuð erfitt áhorfs á köflum. Ekki sökum leiðinda heldur vegna þess hversu auðvelt er að hafa samúð með persónunum. Þorbjörg Helga Dýrfjörð er frábær í margslungnu aðalhlutverkinu og mikið mæðir á henni. Þá pressu stenst hún algjörlega. Ingvar og Halldóra þótti mér síðri í hlutverkum foreldranna. Eina stundina voru þau alveg frábær en þá næstu fannst mér þau detta í tilgerðarlegan ofleik. Það dugði þó ekki til að sökkva skipinu, enda handritið traustbyggt og nokkuð vel skrifað. Auðvitað fær tónlistin sitt pláss en er aldrei aðalatriði. Hera gæti eins hafa flúið veruleikann með því að verða FM-hnakki. Sjónrænir þættir myndarinnar eru til fyrirmyndar og satt best að segja man ég ekki eftir áferðarfegurri íslenskri kvikmynd síðan Á köldum klaka var gerð fyrir tæpum tveimur áratugum. Þar spilar kvikmyndatakan stærstu rulluna og í flottustu skotunum var stutt í að maður gapti. Ragnar leikstjóri má vera stoltur af þessari.Niðurstaða: Afbragðs drama og sjónrænt gotterí. Aukastig fyrir Megadeth.
Gagnrýni Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira