Nýtt lag frá Lay Low 29. október 2013 10:29 Lay Low Fréttablaðið/Stefán Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Gently og er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunar sem kemur út 15. nóvember næstkomandi. Lay Low hefur unnið að upptökum og upptökustjórn sjálf en fékk breska upptökustjórann Ian Grimble til að vinna að hljóðblöndun plötunnar. Ian þessi hefur starfað með listamönnum á borð við Daughter, Beth Orton, Manic Street Preachers og Travis. Fyrsta smáskífulagið, Gently, gefur tóninn fyrir nýju plötuna en hún ber nafnið Talking About the Weather og inniheldur 11 lög. Talking About the Weather verður fjórða breiðskífa Lay Low en hún hefur áður sent frá sér Please Don't Hate Me, Farewell Good Night’s Sleep og nú síðast Brostinn Streng árið 2011. Lay Low sendi reyndar frá sér tónleikaplötu fyrr á árinu frá tónleikum sem hún streymdi beint frá stofunni heima hjá sér. Sú útgáfa markaði jafnframt upphafið að nýju samstarfi milli hennar og plötuútgáfunnar Record Records. Lay Low kemur fram með nýrri hljómsveit á Iceland Airwaves hátíðinni í vikunni en þar kemur hún fram tvisvar sinnum: miðvikudaginn 30. nóvember í Hörpu (Kaldalón) á miðnætti og í Hörpu (Norðurljós) fimmtudaginn 31 okt kl. 20:50, auk þess að spila á off-venue tónleikum yfir helgina. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Gently og er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunar sem kemur út 15. nóvember næstkomandi. Lay Low hefur unnið að upptökum og upptökustjórn sjálf en fékk breska upptökustjórann Ian Grimble til að vinna að hljóðblöndun plötunnar. Ian þessi hefur starfað með listamönnum á borð við Daughter, Beth Orton, Manic Street Preachers og Travis. Fyrsta smáskífulagið, Gently, gefur tóninn fyrir nýju plötuna en hún ber nafnið Talking About the Weather og inniheldur 11 lög. Talking About the Weather verður fjórða breiðskífa Lay Low en hún hefur áður sent frá sér Please Don't Hate Me, Farewell Good Night’s Sleep og nú síðast Brostinn Streng árið 2011. Lay Low sendi reyndar frá sér tónleikaplötu fyrr á árinu frá tónleikum sem hún streymdi beint frá stofunni heima hjá sér. Sú útgáfa markaði jafnframt upphafið að nýju samstarfi milli hennar og plötuútgáfunnar Record Records. Lay Low kemur fram með nýrri hljómsveit á Iceland Airwaves hátíðinni í vikunni en þar kemur hún fram tvisvar sinnum: miðvikudaginn 30. nóvember í Hörpu (Kaldalón) á miðnætti og í Hörpu (Norðurljós) fimmtudaginn 31 okt kl. 20:50, auk þess að spila á off-venue tónleikum yfir helgina.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira