Erlent

Þrýstingur eykst á Obama vegna hlerana NSA

Kallað er eftir svörum frá forsetanum.
Kallað er eftir svörum frá forsetanum. Mynd/AFP
Vaxandi þrýstingur er nú á forseta Bandaríkjanna að hann útskýri betur hinar umfangsmiklu hleranir Þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA,  og hvernig geti staðið á því að sjálfur forsetinn hafi ekki vitað hve víðtækar aðgerðirnar hafa verið.

Yfirmaður NSA og fleiri yfirmenn hafa verið kallaðir á teppið hjá þingnefnd í fulltrúadeildinni og Dianne Feinstein, formaður nefndar sem fjallar um leyniþjónustumál í Öldungadeildinni krefst ítarlegrar úttektar á njósnaaðgerðum Bandaríkjamanna.

Obama forseti sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að verið væri að endurmeta þessi mál til þess að ganga úr skugga um að hinir miklu og vaxandi möguleikar sem NSA hafi til að fylgjast með fólki séu undir öruggri stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×