Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2013 13:25 mynd/vilhelm Rekstraraðilar á Geysi í Haukadal hafa enga trú á hugmyndum um náttúrupassa og ætla að hefja innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Ritari Geysis ehf. segir aðkallandi að hefja uppbyggingu á svæðinu fyrir hálfan milljarð króna. Landeigendafélagið Geysir var stofnað í september í fyrra af landeigendum sem eiga 65 prósent af geysislandinu en ríkið á 35 prósent. Garðar Eiríksson ritari félagsins segir hagsmunaaðila hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um nauðsynlega uppbyggingu á Geysissvæðinu í tvö ár án niðurstöðu. „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum,“ segir Garðar. Landeigendur beri mikinn kostnað af svæðinu og þörf sé á miklum framkvæmdum. Garðar segir um hálfa milljón ferðamanna heimsækja Geysi á hverju ári og ekki sé hægt að halda áfram rekstrinum við óbreyttar aðstæður. „Jafnframt er það nú þannig að með auknu álagi vegna fjölda ferðamanna þarf heilmikla fjármuni til að gera þessi svæði þannig úr garði að þau geti borið þennan þunga,“ segir hann. Það hefði verið gott ef menn hefðu stigið þetta skref fyrir um fimm árum en nú verði ekki lengur komist hjá því að fara í aðgerðir til að bera ferðamannaþungann. „Þú tekur ekki hálfan milljarð í eitt svæði upp úr skattvasa samfélagsins þegar við eigum ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og heilbrigðismálum og öðru slíku. Þá verða menn að greiða fyrir upplifun á staðnum og þeirrar þjónustu sem þeir njóta á hverjum stað,“ segir Garðar. Sú uppbygging sem blasi við kosti ekki minna en hálfan milljarð og svo þurfi að halda svæðinu við, ráða starfsfólk, huga að öryggismálum, aðgengi fatlaðara og fleira. Gjaldið verði hóflegt og undir þúsund krónum. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um upptöku náttúrupassa sem aðgang að öllum ferðamannastöðum landsins.Hefði það ekki verið skynsamari leið?„Nei einfaldlega. Ég hef ætíð talað gegn náttúrupassa. Ég hef hins vegar talað fyrir blandaðri leið,“ segir Garðar. Þeir staðir sem beri rekstur innheimti sitt gjald en aðrir staðir verði fjármagnaðir með öðrum leiðum. „Við viljum ekki vera undir þeim hatti að það sé verið að skammta úr einhverju batteríi, sem fer kannski mest í að viðhalda sjálfu sér, sem náttúrupassinn virðist stefna í samkvæmt Boston hugmyndunum og öðru slíku,“ segir Garðar Eiríksson. Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Rekstraraðilar á Geysi í Haukadal hafa enga trú á hugmyndum um náttúrupassa og ætla að hefja innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Ritari Geysis ehf. segir aðkallandi að hefja uppbyggingu á svæðinu fyrir hálfan milljarð króna. Landeigendafélagið Geysir var stofnað í september í fyrra af landeigendum sem eiga 65 prósent af geysislandinu en ríkið á 35 prósent. Garðar Eiríksson ritari félagsins segir hagsmunaaðila hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um nauðsynlega uppbyggingu á Geysissvæðinu í tvö ár án niðurstöðu. „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum,“ segir Garðar. Landeigendur beri mikinn kostnað af svæðinu og þörf sé á miklum framkvæmdum. Garðar segir um hálfa milljón ferðamanna heimsækja Geysi á hverju ári og ekki sé hægt að halda áfram rekstrinum við óbreyttar aðstæður. „Jafnframt er það nú þannig að með auknu álagi vegna fjölda ferðamanna þarf heilmikla fjármuni til að gera þessi svæði þannig úr garði að þau geti borið þennan þunga,“ segir hann. Það hefði verið gott ef menn hefðu stigið þetta skref fyrir um fimm árum en nú verði ekki lengur komist hjá því að fara í aðgerðir til að bera ferðamannaþungann. „Þú tekur ekki hálfan milljarð í eitt svæði upp úr skattvasa samfélagsins þegar við eigum ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og heilbrigðismálum og öðru slíku. Þá verða menn að greiða fyrir upplifun á staðnum og þeirrar þjónustu sem þeir njóta á hverjum stað,“ segir Garðar. Sú uppbygging sem blasi við kosti ekki minna en hálfan milljarð og svo þurfi að halda svæðinu við, ráða starfsfólk, huga að öryggismálum, aðgengi fatlaðara og fleira. Gjaldið verði hóflegt og undir þúsund krónum. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um upptöku náttúrupassa sem aðgang að öllum ferðamannastöðum landsins.Hefði það ekki verið skynsamari leið?„Nei einfaldlega. Ég hef ætíð talað gegn náttúrupassa. Ég hef hins vegar talað fyrir blandaðri leið,“ segir Garðar. Þeir staðir sem beri rekstur innheimti sitt gjald en aðrir staðir verði fjármagnaðir með öðrum leiðum. „Við viljum ekki vera undir þeim hatti að það sé verið að skammta úr einhverju batteríi, sem fer kannski mest í að viðhalda sjálfu sér, sem náttúrupassinn virðist stefna í samkvæmt Boston hugmyndunum og öðru slíku,“ segir Garðar Eiríksson.
Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira