Verjandi segir vændi ekki stundað á Strawberries Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. október 2013 19:48 Lögmaður eiganda kampavísinsklúbbsins Strawberries segir af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hópur lögreglumanna inn á kampavínsklúbbinn Strawberries á föstudagskvöldið til að sannreyna grunsemdir um vændisstarfsemi á staðnum. Rannsóknin beindist aðallega að því sem fram fór í kjallara hússins. Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rýnir í starfsemi Strawberries en á síðustu misserum hefur lögreglan staðið í svipuðum aðgerðum. Ljóst er að lögreglumönnum varð ágengt aðfaranótt laugardags og árla morguns sama dag hófust umfangsmiklar aðgerðir sem á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í. Fjórir starfsmenn Strawberries voru handteknir ásamt Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries. Þar að auki voru þrír einstaklingar handteknir, grunaðir um kaup á vændi. Sjö konur voru á staðnum og hafa þær verið yfirheyrðar sem vitni. Lögregla lagði einnig hald á öll gögn úr öryggismyndavélakerfi staðarins. Starfsmenn og eigandi voru í gærkvöldi úrskurðuð í gæsluvarðhald til áttunda nóvember. Verjandi Viðars Más segir að hann hafni með öllu að hafa haft milligöngu um vændi eða hagnast af því. Lögreglu grunar að milliganga um vændi hafi farið fram á staðnum undanfarna mánuði og jafnvel misseri. Málefni kampavínklúbba hafa verið deiglunni undanfarið og tilvist þeirra hefur verið umdeild. Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs er einn af þeim sem kallað hafa eftir úttekt á starfsemi staðanna. Hluti af því myndefni sem finna má í meðfylgjandi myndskeiði tengist Strawberries ekki. Nánar tiltekið eru það myndir sem teknar voru innanhúss í kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Lögmaður eiganda kampavísinsklúbbsins Strawberries segir af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hópur lögreglumanna inn á kampavínsklúbbinn Strawberries á föstudagskvöldið til að sannreyna grunsemdir um vændisstarfsemi á staðnum. Rannsóknin beindist aðallega að því sem fram fór í kjallara hússins. Þetta er hreint ekki í fyrsta sinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rýnir í starfsemi Strawberries en á síðustu misserum hefur lögreglan staðið í svipuðum aðgerðum. Ljóst er að lögreglumönnum varð ágengt aðfaranótt laugardags og árla morguns sama dag hófust umfangsmiklar aðgerðir sem á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í. Fjórir starfsmenn Strawberries voru handteknir ásamt Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries. Þar að auki voru þrír einstaklingar handteknir, grunaðir um kaup á vændi. Sjö konur voru á staðnum og hafa þær verið yfirheyrðar sem vitni. Lögregla lagði einnig hald á öll gögn úr öryggismyndavélakerfi staðarins. Starfsmenn og eigandi voru í gærkvöldi úrskurðuð í gæsluvarðhald til áttunda nóvember. Verjandi Viðars Más segir að hann hafni með öllu að hafa haft milligöngu um vændi eða hagnast af því. Lögreglu grunar að milliganga um vændi hafi farið fram á staðnum undanfarna mánuði og jafnvel misseri. Málefni kampavínklúbba hafa verið deiglunni undanfarið og tilvist þeirra hefur verið umdeild. Dagur B. Eggertsson, formaður Borgarráðs er einn af þeim sem kallað hafa eftir úttekt á starfsemi staðanna. Hluti af því myndefni sem finna má í meðfylgjandi myndskeiði tengist Strawberries ekki. Nánar tiltekið eru það myndir sem teknar voru innanhúss í kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira