Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2013 19:51 Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. Framtíð Reykjavíkurflugvallar stefndi í að verða eitt aðalkosningamálið fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Með undirritun samkomulagsins í dag hafa stjórnmálamenn kannski skapað sér frið um málið út næsta kjörtímabil. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulagið í Hörpu í dag. Það felur í sér að minnsta flugbraut flugvallarins, norð-austur, suð-vestur flugbrautin verður lögð af á næsta ári og önnur aðalflugbraut vallarins, norður-suður brautin fær að vera í notkun sex árum lengur en skipulag gerir ráð fyrir, eða til ársins 2022. Þá eru samningsaðilar sammála um að innanlandsflugvöllur á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur til framtíðar. Skipuð verður nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skila á tillögum um framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík fyrir árslok 2014.Var ekki með þessi einfaldlega verið að aftengja pólitíska sprengju rétt fyrir kosningar? „Nei, sannarlega ekki. Það er verið að tryggja öryggi í samgöngum á Íslandi. Það er verið að tryggja öryggi í innanlandsflugi. Það hefur ekkert að gera með neinar kosningar eða pólitík til eða frá. Markmið ríkisins er alveg skýrt, það er að tryggja öryggi í þessum samgöngum. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa þessar tvær brautir í fullri fúnksjón næstu ári,“ segir innanríkisráðherra.Tekist hefur verið á um framtíð Reykjavíkurflugvallar árum saman án þess að niðurstaða fengist. Hvað bendir þá til þess að betur takist til í þetta skipti?„Nýir tímar, nýtt fólk og nýjar áherslur. Það skiptir máli og það er auðvitað þannig að íslenskt samfélag er að glíma við ákveðin viðfangsefni núna. Risastór verkefni. Og það er bara ekki rétti tíminn til að vera takast á við þetta og átök og ágreiningur um flugvöll eru ekki tímabær núna,“ segir Hanna Birna. „Ég held að hluti af andstöðunni við að færa völlinn sé að það er enginn kostur á borðinu sem fólk hefur trú á. Þess vegna er andstaðan eðlileg. En um leið og allir sem þurfa að koma að svona máli fara í það af heilindum um að finna bestu lausnir er ég sanfærður um að þær finnist,“ segir Dagur B. Eggertsson. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group vonar að heiðarlega verið unnið að framtíðarmálum innanlandsflugvallar. „Og við komumst að niðurstöðu þannig að það verði flugvöllur í Reykjavík sem ég tel afskaplega mikilvægt. Ekki bara fyrir innanlandsflugið heldur fyrir ferðaþjónustuna og vöxt í ferðaþjónustunni heilt yfir,“ segir Björgólfur. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. Framtíð Reykjavíkurflugvallar stefndi í að verða eitt aðalkosningamálið fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Með undirritun samkomulagsins í dag hafa stjórnmálamenn kannski skapað sér frið um málið út næsta kjörtímabil. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulagið í Hörpu í dag. Það felur í sér að minnsta flugbraut flugvallarins, norð-austur, suð-vestur flugbrautin verður lögð af á næsta ári og önnur aðalflugbraut vallarins, norður-suður brautin fær að vera í notkun sex árum lengur en skipulag gerir ráð fyrir, eða til ársins 2022. Þá eru samningsaðilar sammála um að innanlandsflugvöllur á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur til framtíðar. Skipuð verður nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skila á tillögum um framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík fyrir árslok 2014.Var ekki með þessi einfaldlega verið að aftengja pólitíska sprengju rétt fyrir kosningar? „Nei, sannarlega ekki. Það er verið að tryggja öryggi í samgöngum á Íslandi. Það er verið að tryggja öryggi í innanlandsflugi. Það hefur ekkert að gera með neinar kosningar eða pólitík til eða frá. Markmið ríkisins er alveg skýrt, það er að tryggja öryggi í þessum samgöngum. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa þessar tvær brautir í fullri fúnksjón næstu ári,“ segir innanríkisráðherra.Tekist hefur verið á um framtíð Reykjavíkurflugvallar árum saman án þess að niðurstaða fengist. Hvað bendir þá til þess að betur takist til í þetta skipti?„Nýir tímar, nýtt fólk og nýjar áherslur. Það skiptir máli og það er auðvitað þannig að íslenskt samfélag er að glíma við ákveðin viðfangsefni núna. Risastór verkefni. Og það er bara ekki rétti tíminn til að vera takast á við þetta og átök og ágreiningur um flugvöll eru ekki tímabær núna,“ segir Hanna Birna. „Ég held að hluti af andstöðunni við að færa völlinn sé að það er enginn kostur á borðinu sem fólk hefur trú á. Þess vegna er andstaðan eðlileg. En um leið og allir sem þurfa að koma að svona máli fara í það af heilindum um að finna bestu lausnir er ég sanfærður um að þær finnist,“ segir Dagur B. Eggertsson. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group vonar að heiðarlega verið unnið að framtíðarmálum innanlandsflugvallar. „Og við komumst að niðurstöðu þannig að það verði flugvöllur í Reykjavík sem ég tel afskaplega mikilvægt. Ekki bara fyrir innanlandsflugið heldur fyrir ferðaþjónustuna og vöxt í ferðaþjónustunni heilt yfir,“ segir Björgólfur.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira