Opel setur 12 heimsmet Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 11:30 Þeir bílar sem Íslendingar þekkja sem Opel bera merki Vauxhall í Bretlandi, Holden í Ástralíu og Chevrolet, Buick eða Saturn í Bandaríkjunum, en öll merkin tilheyra General Motors. Sannarlega alþjóðleg framleiðsla þar. Slíkir bílar verða að vera vel hannaðir og góðir. Það reyndu GM að sanna um daginn og tóku Astra bílinn á Millbrook akstursbrautina í Bretlandi og settu ein 12 heimsmet í leiðinni. Tveimur Astra bílum var ekið í 24 klukkustundir með bensínið nánast alltaf í botni og fóru bílarnir tæpa 5.000 km hvor á þessum sólarhring. Í leiðinni settu þeir 12 mismunandi heimsmet í þolakstri bíla með sprengirými milli 1,5 og 2,0 lítra. Met voru sett í 1, 6, 12 og 24 klukkutíma þolakstri í þessari tilraun og allra handa met slegin, þar á meðal hraðamet. Bílarnir tveir voru aðeins 22 mínútur utan brautarinnar vegna dekkjaskipta og til að kanna ástand þeirra. Smurolíustaða þeirra breyttist svo til ekki neitt á meðan akstrinum stóð. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent
Þeir bílar sem Íslendingar þekkja sem Opel bera merki Vauxhall í Bretlandi, Holden í Ástralíu og Chevrolet, Buick eða Saturn í Bandaríkjunum, en öll merkin tilheyra General Motors. Sannarlega alþjóðleg framleiðsla þar. Slíkir bílar verða að vera vel hannaðir og góðir. Það reyndu GM að sanna um daginn og tóku Astra bílinn á Millbrook akstursbrautina í Bretlandi og settu ein 12 heimsmet í leiðinni. Tveimur Astra bílum var ekið í 24 klukkustundir með bensínið nánast alltaf í botni og fóru bílarnir tæpa 5.000 km hvor á þessum sólarhring. Í leiðinni settu þeir 12 mismunandi heimsmet í þolakstri bíla með sprengirými milli 1,5 og 2,0 lítra. Met voru sett í 1, 6, 12 og 24 klukkutíma þolakstri í þessari tilraun og allra handa met slegin, þar á meðal hraðamet. Bílarnir tveir voru aðeins 22 mínútur utan brautarinnar vegna dekkjaskipta og til að kanna ástand þeirra. Smurolíustaða þeirra breyttist svo til ekki neitt á meðan akstrinum stóð.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent