Erlent

Játaði á YouTube að hafa valdið mannskæðu bílslysi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Bandaríkjamaðurinn Matthew Cordel var í dag dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók í veg fyrir aðra bifreið eftir mikla áfengisdrykkju og olli því að ökumaður hinnar bifreiðarinnar lét lífið.

Cordle viðurkenndi í síðasta mánuði með myndbandi á YouTube að hafa orðið öðrum manni að bana með því að keyra fullur. Hann segist ekki muna eftir slysinu og að hann hafi verið mjög ölvaður. 2,3 milljónir hafa séð myndbandið.

Í fyrstu var andlit hans afmáð en síðar í myndbandinu sýnir hann andlit sitt og biðst hann innilega afsökunar. Cradle segist ætla að taka afleiðingum gjörða sinna. Maðurinn sem lét lífið hét Vincent Canzani sem var hæfileikaríkur listamaður og ljósmyndari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×