Innlent

Standa vaktina - „Við getum ekki stoppað neitt“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lárus segir Vegagerðina vera langt komna með að eyðileggja hraunið. Það eina sem þeir geti gert núna, sé að gera þeim þetta eins erfitt fyrir og hægt er.
Lárus segir Vegagerðina vera langt komna með að eyðileggja hraunið. Það eina sem þeir geti gert núna, sé að gera þeim þetta eins erfitt fyrir og hægt er. mynd/GVA
„Við getum ekki stoppað neitt eins og staðan er núna,“ segir Lárus Vilhjálmsson náttúruvinur sem hefur staðið vaktina við Gálgahraun.

Eins og fram kom hjá Vísi í gær var Lárus meðal þeirra sem voru handteknir vegna mótmælanna.

Hann segir Vegagerðina vera langt komna með að eyðileggja hraunið. Það eina sem þeir geti gert núna, sé að gera þeim þetta eins erfitt fyrir og hægt er.

„Við skiptumst á að taka vaktir, það eru svona sex til sjö manns staddir uppfrá í einu,“ segir Lárus. Hann telur að lögreglumennirnir á svæðinu séu um 14 og einhverjir séu í viðbragðsstöðu.

Hann segir að lögreglan hafi fjarlægt 17 manns af svæðinu í morgun.

Ekki hefur tekist að ná í lögregluna til þess að fá það staðfest hversu margir standa vaktina við Gálgahraun í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×