Bíó og sjónvarp

Gravity malar gull

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sandra Bullock fer með aðalhlutverk myndarinnar og hefur hlotið lof fyrir.
Sandra Bullock fer með aðalhlutverk myndarinnar og hefur hlotið lof fyrir.
Kvikmyndin Gravity með leikkonunni Söndru Bullock í aðalhlutverki trónir enn á toppi listans yfir aðsóknarmestu myndirnar í Bandaríkjunum, þriðju helgina í röð, en hún halaði inn 31 milljón dala yfir helgina.

Samtals er innkoma í bandarískum kvikmyndahúsum komin yfir 170 milljón dali en á heimsvísu er miðasalan í 284 milljónum dala. Til samanburðar má nefna að framleiðslukostnaður myndarinnar var um 100 milljónir dala.

Þá hefur myndin hlotið lof gagnrýnenda og er með meðaleinkunnina 96 á vefsíðunni Metacritic, 8,6 á Imdb og gefa 97 prósent gagnrýnenda á Rotten Tomatoes myndinni góða einkunn.

Leikstjóri myndarinnar er hinn mexíkóski Alfonso Cuarón, en hann skrifaði handritið sjálfur ásamt syni sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×