Gjaldtaka hefur áhrif á fjölda ferðamanna Gissur Sigurðsson skrifar 31. október 2013 13:13 Aldís bæjarstjóri í Hveragerði mælir ekki gæði ferðamennsku út frá fjölda ferðamanna heldur út frá því hversu mikið þeir skilja eftir sig. Gestum á hverasvæðinu í Hveragerði fækkaði um helming, eða um tíu þúsund, eftir að gjaldtaka hófst þar. Gjaldið er þó aðeins 200 krónur, en hugmyndir um gjaldtöku við Geysi gera ráð fyrir mun hærra gjaldi, þótt ákveðin tala hafi ekki verið nefnd. Þrátt fyrir þennan samdrátt er bæjarstjórinn í Hveragerði, Aldís Hafsteinsdóttir, nokkuð ánægð með þessa útkomu og telur gjaldtökuna réttlætanlega: „Hugsanlega hafa ferðaskrifstofur eitthvað fækkað komum sínum, en hinn almenni ferðamaður setur þetta ekki fyrir sig.“Hvernig er það mælt? „Við sjáum það bara þegar gestir koma. Þá borga þeir án þess að hverfa frá. Ef fólk myndi setja 200 krónurnar fyrir sig myndi það einfaldlega bara hverfa frá. Fólk er ekki að gera það.“Samt sem áður er helmings fækkun staðreynd? „Já, það er svo. En við lítum ekki endilega á það sem einhverja katastrófu. Langt því frá. Þessir sem komu skilja nú eftir sig tekjur sem þeir gerðu ekki áður. Og við mælum ekki gæði ferðamennsku endilega út frá fjölda ferðamanna heldur út frá því hversu mikið þeir skilja eftir sig,“ segir Aldís. Við Kerið í Grímsnesi eru ferðamenn rukkaðir um 350 krónur en þar liggja ekki fyrir tölur um gesti áður en gjaldtakan hófst. Ekki liggur fyrir hve margir hafa greitt aðgangseyri að Kerinu, en Óskar Magnússon, talsmaður félagsins sem á Kerið, segir að tekjur umfram kostnað séu nú þegar farnar að standa undir ýmsum úrbótum á svæðinu. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Gestum á hverasvæðinu í Hveragerði fækkaði um helming, eða um tíu þúsund, eftir að gjaldtaka hófst þar. Gjaldið er þó aðeins 200 krónur, en hugmyndir um gjaldtöku við Geysi gera ráð fyrir mun hærra gjaldi, þótt ákveðin tala hafi ekki verið nefnd. Þrátt fyrir þennan samdrátt er bæjarstjórinn í Hveragerði, Aldís Hafsteinsdóttir, nokkuð ánægð með þessa útkomu og telur gjaldtökuna réttlætanlega: „Hugsanlega hafa ferðaskrifstofur eitthvað fækkað komum sínum, en hinn almenni ferðamaður setur þetta ekki fyrir sig.“Hvernig er það mælt? „Við sjáum það bara þegar gestir koma. Þá borga þeir án þess að hverfa frá. Ef fólk myndi setja 200 krónurnar fyrir sig myndi það einfaldlega bara hverfa frá. Fólk er ekki að gera það.“Samt sem áður er helmings fækkun staðreynd? „Já, það er svo. En við lítum ekki endilega á það sem einhverja katastrófu. Langt því frá. Þessir sem komu skilja nú eftir sig tekjur sem þeir gerðu ekki áður. Og við mælum ekki gæði ferðamennsku endilega út frá fjölda ferðamanna heldur út frá því hversu mikið þeir skilja eftir sig,“ segir Aldís. Við Kerið í Grímsnesi eru ferðamenn rukkaðir um 350 krónur en þar liggja ekki fyrir tölur um gesti áður en gjaldtakan hófst. Ekki liggur fyrir hve margir hafa greitt aðgangseyri að Kerinu, en Óskar Magnússon, talsmaður félagsins sem á Kerið, segir að tekjur umfram kostnað séu nú þegar farnar að standa undir ýmsum úrbótum á svæðinu.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira