Volvo hættir framleiðslu C70 Finnur Thorlacius skrifar 31. október 2013 14:45 Volvo C70 blæjubíll. Í lok þessa árs mun framleiðslu á Volvo C70 Coupe bílnum verða hætt. Ekki nóg með það heldur mun verksmiðjan sem framleitt hefur þennan bíl í Svíþjóð verða lokað. Volvo C70 kom fyrst fram árið 1997, bæði sem blæjubíll og með harðan topp. Volvo hefur ætlað hinum nýja Volvo Concept Coupe, sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt nýlega, að taka við C70. Á þeim bíl gæti þó orðið bið og víst að sá bíll verður ekki kominn í sölu þegar æviskeiði C70 lýkur. Mjög mikið er að gerast hjá Volvo, þ.e. helst í hönnunardeild þeirra, þar sem flestir framleiðslubílar Volvo eru nú að fara í gegnum endurhönnun. Næsti nýi bíll sem Volvo kynnir verður XC90 jeppinn sem Volvo hefur frestað útkomu á trekk í trekk. Volvo Concept Coupe þótti með fallegri bílum á bílasýningunni í Frankfürt. Honum er ætlað að leysa af C70 bílinn. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent
Í lok þessa árs mun framleiðslu á Volvo C70 Coupe bílnum verða hætt. Ekki nóg með það heldur mun verksmiðjan sem framleitt hefur þennan bíl í Svíþjóð verða lokað. Volvo C70 kom fyrst fram árið 1997, bæði sem blæjubíll og með harðan topp. Volvo hefur ætlað hinum nýja Volvo Concept Coupe, sem sýndur var á bílasýningunni í Frankfürt nýlega, að taka við C70. Á þeim bíl gæti þó orðið bið og víst að sá bíll verður ekki kominn í sölu þegar æviskeiði C70 lýkur. Mjög mikið er að gerast hjá Volvo, þ.e. helst í hönnunardeild þeirra, þar sem flestir framleiðslubílar Volvo eru nú að fara í gegnum endurhönnun. Næsti nýi bíll sem Volvo kynnir verður XC90 jeppinn sem Volvo hefur frestað útkomu á trekk í trekk. Volvo Concept Coupe þótti með fallegri bílum á bílasýningunni í Frankfürt. Honum er ætlað að leysa af C70 bílinn.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent