Talsmenn Google hafa lýst yfir megnustu vandlætingu vegna þess að nú hefur komið á daginn að NSA, Öruggisstofnun Bandaríkjanna, braust inn í gagnabanka fyrirtækisins og komst þannig yfir milljónir gagna og færslna. NSA hakkaði sig einnig inn á kerfi Yahoo.
Washington Post birtir gögn þessa efnis en þau eiga ætt og uppruna að rekja til uppljóstrararns Edwards Snowdens. Keith Alexander, yfirmaður NSA, vísar þessu á bug og vísar til þess að stofnunin hafi ekki lagaheimild til að brjótast inn í slík gagnasöfn en samkvæmt Washington Post er þetta fyrirsláttur því starfsmenn NSA munu ekki hafa farið í gagnasöfnin sjálf heldur í kerfið sem flytur gögn milli Google og Yahoo.
Erlent