Annar lögreglumaður leitaði á spítala vegna eitrunareinkenna Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 30. október 2013 18:30 Karlmaður á fertugsaldri, sem var handtekinn í Leifsstöð í gær eftir að hann braut flösku með amfetamínbasa við tollskoðun, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í morgun. Alls þurftu sex starfsmenn flugvallarins á læknisaðstoð að halda eftir atvikið. Maðurinn sem er Lithái á fertugsaldri og ekki búsettur hér á landi var leiddur inn í Héraðsdóm Reykjaness á tíunda tímanum í morgun, þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Hann var handtekinn í Leifsstöð í gær eftir að tollverðir fundu flösku í farangri hans með vökva sem hann hélt fram að væri rauðvín. Í stað þess að afhenda tollvörðum flöskuna grýtti maðurinn henni í gólfið og samkvæmt heimildum fréttastofu virtist hann vel vita að hún innihéldi amfetamínbasa þar sem að hann kastaði henni þannig að ekki myndi skvettast á hann sjálfan. Fjórir tollverðir og lögreglumaður sem voru á staðnum fundu fyrir ertingu í öndunarfærum og fleiri eitrunareinkennum. Voru þeir fluttir á Landspítalann þar sem basinn var hreinsaður af þeim í sérstakri eiturefnagátt áður en þeir fengu að fara inn á bráðadeild þar sem hlúð var að þeim. Þeir fengu allir að fara heim síðar um kvöldið og er heilsa þeirra í dag, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, góð. Annar lögreglumaður sem var á staðnum þegar atvikið átti sér stað leitaði svo á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gærkvöldi vegna einkenna eiturefnamengunar, en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Dómari við Héraðsdóm Reykjaness féllst á gæsluvarðhaldskröfu Lögreglustjórans á Suðurnesjum í morgun á grundvelli rannsóknarhagsmuna og mun maðurinn sitja í varðhaldi til 13. nóvember. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri, sem var handtekinn í Leifsstöð í gær eftir að hann braut flösku með amfetamínbasa við tollskoðun, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í morgun. Alls þurftu sex starfsmenn flugvallarins á læknisaðstoð að halda eftir atvikið. Maðurinn sem er Lithái á fertugsaldri og ekki búsettur hér á landi var leiddur inn í Héraðsdóm Reykjaness á tíunda tímanum í morgun, þar sem krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Hann var handtekinn í Leifsstöð í gær eftir að tollverðir fundu flösku í farangri hans með vökva sem hann hélt fram að væri rauðvín. Í stað þess að afhenda tollvörðum flöskuna grýtti maðurinn henni í gólfið og samkvæmt heimildum fréttastofu virtist hann vel vita að hún innihéldi amfetamínbasa þar sem að hann kastaði henni þannig að ekki myndi skvettast á hann sjálfan. Fjórir tollverðir og lögreglumaður sem voru á staðnum fundu fyrir ertingu í öndunarfærum og fleiri eitrunareinkennum. Voru þeir fluttir á Landspítalann þar sem basinn var hreinsaður af þeim í sérstakri eiturefnagátt áður en þeir fengu að fara inn á bráðadeild þar sem hlúð var að þeim. Þeir fengu allir að fara heim síðar um kvöldið og er heilsa þeirra í dag, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, góð. Annar lögreglumaður sem var á staðnum þegar atvikið átti sér stað leitaði svo á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gærkvöldi vegna einkenna eiturefnamengunar, en fékk að fara heim að skoðun lokinni. Dómari við Héraðsdóm Reykjaness féllst á gæsluvarðhaldskröfu Lögreglustjórans á Suðurnesjum í morgun á grundvelli rannsóknarhagsmuna og mun maðurinn sitja í varðhaldi til 13. nóvember. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira