Gerplustelpur vörðu Norðurlandameistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2013 14:37 Mynd/Fésbókarsíða FSÍ Gerpla er Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna en íslensku stelpurnar létu ekki kynslóðarskipti trufla sig og tryggðu sér gullið á NM í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku í dag. Kvennalið Stjörnunnar varð í sjötta sæti á mótinu. Gerpluliðið tryggði sér sigurinn með æfingum á trampólíni en þær fengu hæstu einkunn á trampólín og þá næsthæstu á gólfi. Sænsku stelpurnar í Örebro náðu bestu einkunninni á gólfi og settu með því mikla spennu í keppnina í lokin. Þetta eru fjórðu gullverðlaun Íslands í röð í hópfimleikum kvenna. Íslenska landsliðið hefur unnið tvö síðustu Evrópumót og Gerpla varði nú Norðurlandameistaratitil sinn í fyrsta sinn. Gerplustelpurnar hafa líka skipað íslenska landsliðið. Þetta er í þriðja sinn sem Gerpla vinnur Norðurlandameistaratitilinn en þær unnu í fyrsta sinn árið 2007 en náðu síðan ekki að verja titilinn 2009. Gerpluliðið byrjaði á góðri gólfæfingu og tók strax forystu í keppninni enda fengu stelpurnar 19.583 í einkunn fyrir dansinn sinn. Stjarnan varð í sjötta sæti eftir sína fyrstu grein sem var trampólínið og tryggði þeim einkunn upp á 16.600. Gerpla fékk 16.950 fyrir æfingar á dýnu en það var eitt fall í lokin. Gerpla var með 36,533 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar en datt niður í annað sæti á eftir sænska liðinu Örebro GF sem fékk 17.050 í einkunn á trampólín. Stjarnan var í þriðja sætinu eftir tvær fyrstu umferðirnar. Valgerður Sigfinnsdóttir bauð upp á tvöfald „straight“ með tvöfaldri skrúfu í dýnuæfingu Gerplu en á fésbókarsíðu Fimleikasambandsins er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist hjá Íslendingi í kvennakeppninni. Það var því mikil spenna fyrir síðustu greinina hjá Gerplu enda búnar að missa toppsætið til sænska liðsins. Lokagrein liðsins var á trampólínið. Fyrsta umferðin var flott en það gekk ekki eins vel í 2. umferðinni. Þriðja umferðin gekk hinsvegar betur. Gerpluliðið náði 17.300 í einkunn á trampólín og tryggði sér með því sigurinn. Frábært hjá stelpunum að halda áfram sigurgöngunni þrátt fyrir að missa marga reynslubolta úr liðiunu.Lokastaðan í keppni kvenna: 1. Gerpla 53.833 2. Örebro GF 52.800 3. Höganäs GF 52.483 4. Bolbro Gymnasterne 49.700 5. Tampereen Voimistelijat 48.016 6. Stjarnan 47.500 7. TeamGym Greve 47.183 8. Helsingfors GK 46.650 9. Arendal 43.075 10. Trondhjem 38.316Einkunnir íslensku liðanna:Gerpla Gólf: 19.583 Dýna: 16.950 Trampólín: 17.300Stjarnan Trampólín: 16.600 Gólf: 18.800 Dýna: 12.100 Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Gerpla er Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna en íslensku stelpurnar létu ekki kynslóðarskipti trufla sig og tryggðu sér gullið á NM í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku í dag. Kvennalið Stjörnunnar varð í sjötta sæti á mótinu. Gerpluliðið tryggði sér sigurinn með æfingum á trampólíni en þær fengu hæstu einkunn á trampólín og þá næsthæstu á gólfi. Sænsku stelpurnar í Örebro náðu bestu einkunninni á gólfi og settu með því mikla spennu í keppnina í lokin. Þetta eru fjórðu gullverðlaun Íslands í röð í hópfimleikum kvenna. Íslenska landsliðið hefur unnið tvö síðustu Evrópumót og Gerpla varði nú Norðurlandameistaratitil sinn í fyrsta sinn. Gerplustelpurnar hafa líka skipað íslenska landsliðið. Þetta er í þriðja sinn sem Gerpla vinnur Norðurlandameistaratitilinn en þær unnu í fyrsta sinn árið 2007 en náðu síðan ekki að verja titilinn 2009. Gerpluliðið byrjaði á góðri gólfæfingu og tók strax forystu í keppninni enda fengu stelpurnar 19.583 í einkunn fyrir dansinn sinn. Stjarnan varð í sjötta sæti eftir sína fyrstu grein sem var trampólínið og tryggði þeim einkunn upp á 16.600. Gerpla fékk 16.950 fyrir æfingar á dýnu en það var eitt fall í lokin. Gerpla var með 36,533 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar en datt niður í annað sæti á eftir sænska liðinu Örebro GF sem fékk 17.050 í einkunn á trampólín. Stjarnan var í þriðja sætinu eftir tvær fyrstu umferðirnar. Valgerður Sigfinnsdóttir bauð upp á tvöfald „straight“ með tvöfaldri skrúfu í dýnuæfingu Gerplu en á fésbókarsíðu Fimleikasambandsins er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist hjá Íslendingi í kvennakeppninni. Það var því mikil spenna fyrir síðustu greinina hjá Gerplu enda búnar að missa toppsætið til sænska liðsins. Lokagrein liðsins var á trampólínið. Fyrsta umferðin var flott en það gekk ekki eins vel í 2. umferðinni. Þriðja umferðin gekk hinsvegar betur. Gerpluliðið náði 17.300 í einkunn á trampólín og tryggði sér með því sigurinn. Frábært hjá stelpunum að halda áfram sigurgöngunni þrátt fyrir að missa marga reynslubolta úr liðiunu.Lokastaðan í keppni kvenna: 1. Gerpla 53.833 2. Örebro GF 52.800 3. Höganäs GF 52.483 4. Bolbro Gymnasterne 49.700 5. Tampereen Voimistelijat 48.016 6. Stjarnan 47.500 7. TeamGym Greve 47.183 8. Helsingfors GK 46.650 9. Arendal 43.075 10. Trondhjem 38.316Einkunnir íslensku liðanna:Gerpla Gólf: 19.583 Dýna: 16.950 Trampólín: 17.300Stjarnan Trampólín: 16.600 Gólf: 18.800 Dýna: 12.100
Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira