Tíu keppendur kepptu í kvöld í Jólastjörnunni 2013. Alls skráðu tæplega 500 krakkar sig til leiks á Vísi, og nú standa einungis 10 eftir.
Stelpurnar sem keppa í úrslitunum eiga það flest sameiginlegt að hafa sungið frá því þær muna eftir sér, og nú er komið að stóru stundinni.
Í dómnefnd eru þau Björgvin Halldórsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Gunnar Helgason og Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Allir tíu keppendurnir fá að syngja á Jólatónleikum Björgvins í desember, en sigurvegarinn fær stærra hlutverk.
Úrslitin verða kynnt í Íslandi í dag 14. nóvember næstkomandi. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá Ísland í dag þar sem dómnefndin tók á móti keppendum.
Hér fyrir neðan eru nöfn keppenda í stafrófsröð. Smellið á viðkomandi keppanda til að sjá flutning hans í heild sinni á Vísir Sjónvarp.
Agla Bríet Einarsdóttir
Andrea Nilsdóttir
Birta Birgis
Diljá Pétursdóttir
Eik Haraldsdóttir
Klara Sól Sigurðardóttir
Kolfreyja Sól Bogadóttir
Nína Dögg Gerlaugsdóttir
Sara Renee Griffin
Veronika Heba Smáradóttir
