Lífið

Tíu stúlkur í úrslitum

Tíu keppendur kepptu í kvöld í Jólastjörnunni 2013. Alls skráðu tæplega 500 krakkar sig til leiks á Vísi, og nú standa einungis 10 eftir.

Stelpurnar sem keppa í úrslitunum eiga það flest sameiginlegt að hafa sungið frá því þær muna eftir sér, og nú er komið að stóru stundinni.

Í dómnefnd eru þau Björgvin Halldórsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Gunnar Helgason og Eyþór Ingi Gunnlaugsson.

Allir tíu keppendurnir fá að syngja á Jólatónleikum Björgvins í desember, en sigurvegarinn fær stærra hlutverk.

Úrslitin verða kynnt í Íslandi í dag 14. nóvember næstkomandi. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá Ísland í dag þar sem dómnefndin tók á móti keppendum.

Hér fyrir neðan eru nöfn keppenda í stafrófsröð. Smellið á viðkomandi keppanda til að sjá flutning hans í heild sinni á Vísir Sjónvarp.

Agla Bríet Einarsdóttir

Andrea Nilsdóttir

Birta Birgis

Diljá Pétursdóttir

Eik Haraldsdóttir



Klara Sól Sigurðardóttir

Kolfreyja Sól Bogadóttir

Nína Dögg Gerlaugsdóttir

Sara Renee Griffin

Veronika Heba Smáradóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.