Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Skarfabakki í Sundahöfn er 450 metra langur viðlegukantur en í Finnafirði verður ekki byrjað fyrir minna en 1,6 kílómetra. Athafnasvæðið yrði um þúsund hektarar. Fréttablaðið/gva Fjárfesting þýska fyrirtækisins Bremenport í rannsóknum og forhönnun vegna fyrirhugaðrar umskipunarhafnar í Finnafirði verður 400 til 450 milljónir króna árin 2014 til 2016. Höfnin sjálf er gríðarstórt fjárfestingarverkefni ef af verður, og mun fyrsti áfangi, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur og önnur uppbygging, kostar 18 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Hafsteins Helgasonar, byggingarverkfræðingi hjá verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Eflu, á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað á miðvikudag. Hafsteinn sagði frá því í erindi sínu að sérfræðingar á vegum þýska fyrirtækisins hafa allt frá árinu 2000 kannað aðstæður á Íslandi fyrir höfn. Rannsóknir hefjast í Finnafirði á næsta ári, en 45 milljónum verður varið til þeirra á fyrsta ári en 200 milljónum árið 2015. Þær snúa að uppsetningu mælitækja á landi og sjó og umhverfis- og jarðfræðirannsóknum margskonar. Hafsteinn sagði að aðstæður í Finnafirði séu einstakar á Íslandi og hvergi hérlendis sé hentugra að skipuleggja hafnarsvæði eins og þetta. Er þá jafnt vísað til landfræðilegrar legu fjarðarins og veðurskilyrða. Eins að mikið dýpi sé í firðinum, reyndar svo mikið á hluta hans að hægt væri að draga olíuborpall þar að landi. Hafsteinn sagði fulltrúa Bremenport sjá möguleika á að sækja þjónustu til Norðurlands, jafnt sem Austurlands. „Í desember 2012 sögðu Þjóðverjarnir að uppbygging gæti hafist eftir 10 til 12 ár. Í maí sögðu þeir 5 til 8 ár. Tíminn hefur styst um helming, og það er vegna þess að þeir eru takt við viðskiptalífið og fylgjast vel með því sem er að gerast út í heimi“, sagði Hafsteinn spurður um hvar verkefnið væri statt í tíma.Hafsteinn HelgasonMynd/AusturbrúEf rannsóknir sanna að fjörðurinn henti fyrir höfnina yrði fyrsti áfanginn, og lágmarksuppbygging, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur sunnan fjarðarins. Horft er til þess að fullbyggð höfn væri 3 til 5 kílómetrar af viðleguköntum og hlutverk hennar þá fjölþætt. Um væri að ræða olíubirgða-og gasvinnsluhöfn, Þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi auk farþegaflutninga og Finnafjörður gæti eins þjónað sem öryggishöfn. Líklega yrði uppbygging í 3-5 áföngum á 30 til 40 árum, en 200 til 300 manns myndu starfa við fullbyggða höfn. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Fjárfesting þýska fyrirtækisins Bremenport í rannsóknum og forhönnun vegna fyrirhugaðrar umskipunarhafnar í Finnafirði verður 400 til 450 milljónir króna árin 2014 til 2016. Höfnin sjálf er gríðarstórt fjárfestingarverkefni ef af verður, og mun fyrsti áfangi, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur og önnur uppbygging, kostar 18 milljarða króna. Þetta kom fram í máli Hafsteins Helgasonar, byggingarverkfræðingi hjá verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækinu Eflu, á atvinnumálaráðstefnu Austurbrúar á Hallormsstað á miðvikudag. Hafsteinn sagði frá því í erindi sínu að sérfræðingar á vegum þýska fyrirtækisins hafa allt frá árinu 2000 kannað aðstæður á Íslandi fyrir höfn. Rannsóknir hefjast í Finnafirði á næsta ári, en 45 milljónum verður varið til þeirra á fyrsta ári en 200 milljónum árið 2015. Þær snúa að uppsetningu mælitækja á landi og sjó og umhverfis- og jarðfræðirannsóknum margskonar. Hafsteinn sagði að aðstæður í Finnafirði séu einstakar á Íslandi og hvergi hérlendis sé hentugra að skipuleggja hafnarsvæði eins og þetta. Er þá jafnt vísað til landfræðilegrar legu fjarðarins og veðurskilyrða. Eins að mikið dýpi sé í firðinum, reyndar svo mikið á hluta hans að hægt væri að draga olíuborpall þar að landi. Hafsteinn sagði fulltrúa Bremenport sjá möguleika á að sækja þjónustu til Norðurlands, jafnt sem Austurlands. „Í desember 2012 sögðu Þjóðverjarnir að uppbygging gæti hafist eftir 10 til 12 ár. Í maí sögðu þeir 5 til 8 ár. Tíminn hefur styst um helming, og það er vegna þess að þeir eru takt við viðskiptalífið og fylgjast vel með því sem er að gerast út í heimi“, sagði Hafsteinn spurður um hvar verkefnið væri statt í tíma.Hafsteinn HelgasonMynd/AusturbrúEf rannsóknir sanna að fjörðurinn henti fyrir höfnina yrði fyrsti áfanginn, og lágmarksuppbygging, 1,6 kílómetra langur viðlegukantur sunnan fjarðarins. Horft er til þess að fullbyggð höfn væri 3 til 5 kílómetrar af viðleguköntum og hlutverk hennar þá fjölþætt. Um væri að ræða olíubirgða-og gasvinnsluhöfn, Þjónustuhöfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna námavinnslu á Grænlandi auk farþegaflutninga og Finnafjörður gæti eins þjónað sem öryggishöfn. Líklega yrði uppbygging í 3-5 áföngum á 30 til 40 árum, en 200 til 300 manns myndu starfa við fullbyggða höfn.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira