Lífið

Fréttaþulurinn Elizabeth Vargas hjá ABC News í meðferð

Elizabeth Vargas ásamt Michael Douglas í partýi hjá Rolling Stones, árið 1998.
Elizabeth Vargas ásamt Michael Douglas í partýi hjá Rolling Stones, árið 1998. AFP/NordicPhotos
Fréttaþulur hjá ABC News í Bandaríkjunum, Elizabeth Vargas, er farin í meðferð við áfengisfíkn.

Hún vonar að með því að viðurkenna fíkn sína gefi það öðrum hugrekkið sem þarf til að leita sér hjálpar.

„Eins og svo margir er ég að glíma við fíkn,“ sagði Vargas í yfirlýsingu hjá CNN í gær.

„Ég fann að ég varð sífellt háðari áfengi. Ég hef nú leitað mér hjálpar og er full þakklætis í garð fjölskyldunnar, vina og vinnufélaga, sem hafa öll sýnt gríðarlegan stuðning,“ sagði Vargas jafnframt.

Vargas er þekkt andlit í sjónvarpi vestanhafs.

Hún vildi ekki greina nánar frá því hvar eða hvenær hún hefði sótt sér hjálp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.