Lykilvitni segir Magnús og Hreiðar hafa samið Al Thani fléttuna Freyr Bjarnason og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 11:08 Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri á lánasviði Kaupþings, bar vitni í Al Thani málinu, en aðalmeðferð þess heldur áfram í dag. Halldór hefur verið nefndur lykilvitni saksóknara í málinu. Saksóknari spurði Halldór spurninga, en verjendur hafa nú tekið við. „Það voru Maggi og Hreiðar sem voru að semja þetta allt saman,“ sagði Halldór við vitnaleiðsluna í morgun og á þá við Magnús Guðmundsson og Hreiðar Má Sigurðsson, sakborninga í málinu og fléttuna í kringum viðskiptin milli Kaupþings og Al Thani. Al Thani fékk um 13 milljarða króna lán frá Kaupþingi inn í félagið Serval. Fjárhæðin var síðan lánuð áfram í félag að nafni Choice og loks áfram í félagið Q-Finance. Al Thani átti að fá 50 milljón dollara fyrir að ljá nafn sitt við viðskiptin en það var engin ábyrgð sem lá að baki þessum lánveitingum. Aðspurður hvort viðskiptin hafi verið framkvæmd með þeim hætti sem gert var til að fela það að Ólafur Ólafsson, einn sakborninganna ætti helminginn í þessum peningum sagði Halldór: „Það eru mínar bollaleggingar um að þetta hafi verið gert til að fela þá slóð.“ Viðskiptin hafi verið framkvæmd í miklum flýti en Hreiðar og Magnús hafi lagt mikla áherslu á það. Þá sagði Halldór að það hefði verið óvanalegt að greiða út lán og fá samþykki fyrir því eftir á en vanalega hafi verið fyrst fengin heimild fyrir lánum í lánanefnd áður en þau hafi verið greidd út. Í tölvupósti sem lagður var fram milli Magnúsar og Halldórs kemur fram að Magnús hafi fyrirskipað að halda ætti skuldum í íslenskum krónum meðan krónan væri að lækka og skipta svo. Aðspurður hvort Ólafur hafi átt að hagnast á þessum viðskiptum sagði Halldór það hafa verið sinn skilning. Hann hafi ekki vitað hver aðkoma Sigurðar Einarssonar hafi verið að málinu, þó það hafi verið hans upplifun að Sigurður væri inn í þeimn málum sem væru að gerast. Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið sagt á leið í þrot Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri á lánasviði Kaupþings, bar vitni í Al Thani málinu, en aðalmeðferð þess heldur áfram í dag. Halldór hefur verið nefndur lykilvitni saksóknara í málinu. Saksóknari spurði Halldór spurninga, en verjendur hafa nú tekið við. „Það voru Maggi og Hreiðar sem voru að semja þetta allt saman,“ sagði Halldór við vitnaleiðsluna í morgun og á þá við Magnús Guðmundsson og Hreiðar Má Sigurðsson, sakborninga í málinu og fléttuna í kringum viðskiptin milli Kaupþings og Al Thani. Al Thani fékk um 13 milljarða króna lán frá Kaupþingi inn í félagið Serval. Fjárhæðin var síðan lánuð áfram í félag að nafni Choice og loks áfram í félagið Q-Finance. Al Thani átti að fá 50 milljón dollara fyrir að ljá nafn sitt við viðskiptin en það var engin ábyrgð sem lá að baki þessum lánveitingum. Aðspurður hvort viðskiptin hafi verið framkvæmd með þeim hætti sem gert var til að fela það að Ólafur Ólafsson, einn sakborninganna ætti helminginn í þessum peningum sagði Halldór: „Það eru mínar bollaleggingar um að þetta hafi verið gert til að fela þá slóð.“ Viðskiptin hafi verið framkvæmd í miklum flýti en Hreiðar og Magnús hafi lagt mikla áherslu á það. Þá sagði Halldór að það hefði verið óvanalegt að greiða út lán og fá samþykki fyrir því eftir á en vanalega hafi verið fyrst fengin heimild fyrir lánum í lánanefnd áður en þau hafi verið greidd út. Í tölvupósti sem lagður var fram milli Magnúsar og Halldórs kemur fram að Magnús hafi fyrirskipað að halda ætti skuldum í íslenskum krónum meðan krónan væri að lækka og skipta svo. Aðspurður hvort Ólafur hafi átt að hagnast á þessum viðskiptum sagði Halldór það hafa verið sinn skilning. Hann hafi ekki vitað hver aðkoma Sigurðar Einarssonar hafi verið að málinu, þó það hafi verið hans upplifun að Sigurður væri inn í þeimn málum sem væru að gerast.
Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið sagt á leið í þrot Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira