Aðalmeðferð í Al Thani málinu Hjörtur Hjartarson skrifar 4. nóvember 2013 19:54 Aðalmeðferð í Al Thani málinu, einu viðamesta dómsmáli hérlendis frá upphafi hófst í morgun. Fullt var út úr dyrum í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur en sakborningarnir fjórir Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson eru ákærðir meðal annars fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Málið snýst í grófum dráttum um að einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu. Fyrstur í skýrslutökunni í morgun var Hreiðar Már, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings sem svaraði spurningum saksóknara í rúma tvo tíma. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Í framburði Hreiðars í morgun kom hins vegar fram að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Einnig var tekin skýrsla af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni og Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi yfirmanni Kaupþings í Lúxembúrg. Sigurður sagði að eina aðkoma sín að þessu máli væri að hann hefði samþykkt að veita fjárfestingafélaginu Serval lán en ekki er ákært fyrir þann hluta málsins. Ekki gafst tími til að taka skýrslu af Ólafi Ólafssyni en það verður gert á morgun. Reiknað er með að réttarhöldin standi í tæpar tvær vikur. Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Aðalmeðferð í Al Thani málinu, einu viðamesta dómsmáli hérlendis frá upphafi hófst í morgun. Fullt var út úr dyrum í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur en sakborningarnir fjórir Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson eru ákærðir meðal annars fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Málið snýst í grófum dráttum um að einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu. Fyrstur í skýrslutökunni í morgun var Hreiðar Már, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings sem svaraði spurningum saksóknara í rúma tvo tíma. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Í framburði Hreiðars í morgun kom hins vegar fram að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Einnig var tekin skýrsla af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni og Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi yfirmanni Kaupþings í Lúxembúrg. Sigurður sagði að eina aðkoma sín að þessu máli væri að hann hefði samþykkt að veita fjárfestingafélaginu Serval lán en ekki er ákært fyrir þann hluta málsins. Ekki gafst tími til að taka skýrslu af Ólafi Ólafssyni en það verður gert á morgun. Reiknað er með að réttarhöldin standi í tæpar tvær vikur.
Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira