Sjálfbær gróðurhúsaparadís á Íslandi Hrund Þórsdóttir skrifar 4. nóvember 2013 18:30 Pálmi Einarssonm, iðnhönnuður, segir Íslendinga einblína á orkufrekan iðnað og vill byggja sjálfbær risagróðurhús sem yrðu í eigu þjóðarinnar. Hann sér húsin fyrir sér víða um land og leggur til að 3,4 milljarðar sem leggja á í kísilverksmiðju á Bakka, fari frekar í þetta verkefni og að fyrsta gróðurhúsið yrði þar. Pálmi vill að gróðurhúsin verði sjálfseignarstofnanir svo arður renni ekki í vasa örfárra aðila, heldur sé notaður til að fjárfesta í auknum umsvifum. „Segjum t.d. að við byrjum að rækta ávexti og grænmeti fyrir landsmenn og þegar það byrjar að skila arði þá ákveðum við að ráða tíu verkfræðinga og tæknimenn til að fara að þróa vélar og tæki til að fara að vinna úr hampi og svo framvegis og svo framvegis. Það er alltaf hægt að stækka við, arðurinn er alltaf tekinn og það eru sköpuð fleiri og fleiri skemmtileg og góð störf,“ segir Pálmi. Pálmi segir hægt að gera gróðurhúsin sjálfbær með því að rækta iðnaðarhamp og vinna úr honum Ethanol sem eldsneyti fyrir verksmiðjurnar. Sem dæmi nefnir hann að Henry Ford hafi framleitt bíl fyrir um hundrað árum sem gengið hafi á hampolíu. Hann segir að allir landsmenn myndu hagnast á verkefninu og fjölbreytt störf skapast. Eru komnir einhverjir fjárfestar í spilið? "Nei, í rauninni ekki og það er annað vandamál, ég vil eiginlega ekki fá fjárfesta því ef við fáum fjárfesta þá lendum við alltaf í því sama, þ.e. að arðurinn fer í vasa fárra. Þar af leiðandi vildi ég miklu frekar gera þetta þannig að þjóðin ætti þetta.“ Hann segir að hægt væri að byrja strax, t.d. með því að nýta byggingar í Helguvík og að á skömmum tíma gæti framleiðsla á mat og skapandi vörum verið orðið aðaliðnaður landsmanna. „Ef okkur tækist þetta vel, því við eigum svo góðar auðlindir í þetta sem eru orka, fólk, landsvæði, vatn og svo framvegis, sé ég fyrir mér að Íslendingar gætu verið leiðandi á þessu sviði í heiminum. Við gætum kynnt fyrir öðrum þjóðum, sjáið hvernig við gerðum okkur sjálfbær,“ segir Pálmi að lokum. Í meðfylgjandi klippu má sjá viðtalið við Pálma í heild sinni. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Pálmi Einarssonm, iðnhönnuður, segir Íslendinga einblína á orkufrekan iðnað og vill byggja sjálfbær risagróðurhús sem yrðu í eigu þjóðarinnar. Hann sér húsin fyrir sér víða um land og leggur til að 3,4 milljarðar sem leggja á í kísilverksmiðju á Bakka, fari frekar í þetta verkefni og að fyrsta gróðurhúsið yrði þar. Pálmi vill að gróðurhúsin verði sjálfseignarstofnanir svo arður renni ekki í vasa örfárra aðila, heldur sé notaður til að fjárfesta í auknum umsvifum. „Segjum t.d. að við byrjum að rækta ávexti og grænmeti fyrir landsmenn og þegar það byrjar að skila arði þá ákveðum við að ráða tíu verkfræðinga og tæknimenn til að fara að þróa vélar og tæki til að fara að vinna úr hampi og svo framvegis og svo framvegis. Það er alltaf hægt að stækka við, arðurinn er alltaf tekinn og það eru sköpuð fleiri og fleiri skemmtileg og góð störf,“ segir Pálmi. Pálmi segir hægt að gera gróðurhúsin sjálfbær með því að rækta iðnaðarhamp og vinna úr honum Ethanol sem eldsneyti fyrir verksmiðjurnar. Sem dæmi nefnir hann að Henry Ford hafi framleitt bíl fyrir um hundrað árum sem gengið hafi á hampolíu. Hann segir að allir landsmenn myndu hagnast á verkefninu og fjölbreytt störf skapast. Eru komnir einhverjir fjárfestar í spilið? "Nei, í rauninni ekki og það er annað vandamál, ég vil eiginlega ekki fá fjárfesta því ef við fáum fjárfesta þá lendum við alltaf í því sama, þ.e. að arðurinn fer í vasa fárra. Þar af leiðandi vildi ég miklu frekar gera þetta þannig að þjóðin ætti þetta.“ Hann segir að hægt væri að byrja strax, t.d. með því að nýta byggingar í Helguvík og að á skömmum tíma gæti framleiðsla á mat og skapandi vörum verið orðið aðaliðnaður landsmanna. „Ef okkur tækist þetta vel, því við eigum svo góðar auðlindir í þetta sem eru orka, fólk, landsvæði, vatn og svo framvegis, sé ég fyrir mér að Íslendingar gætu verið leiðandi á þessu sviði í heiminum. Við gætum kynnt fyrir öðrum þjóðum, sjáið hvernig við gerðum okkur sjálfbær,“ segir Pálmi að lokum. Í meðfylgjandi klippu má sjá viðtalið við Pálma í heild sinni.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira