Innlent

"Ekki tala niður til mín“ sagði Bubbi Morthens

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Bubbi Morthens er ekki hrifinn af ólöglegu niðurhali.
Bubbi Morthens er ekki hrifinn af ólöglegu niðurhali. Mynd/Stefán Karlsson
„Ekki tala niður til mín, ég er ekki háttvirtur, það er verið að tala niður til mín. Ég kann ekki við það,“ sagði Bubbi Morthens við Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, í þættinum Sunnudagsmorgunn á RÚV í dag. Umræðuefnið var ólöglegt niðurhald á höfundarvörðu efni.

Ummæli Bubba komu í kjölfar þess að Helgi Hrafn sagði að ríkið ætti ekki að vera að fylgjast með því hvað fólk er að gera á netinu nema það hafi til þess leitarheimild.

„Alveg eins og lögreglan má ekki heldur fara heim til þín, háttvirtur Bubbi Morthens, án leitarheimildar,“ sagði Helgi við Bubba sem taldi þingmanninn tala niður til sín.

Helgi baðst afsökunar í kjölfarið og umræður héldu áfram.

Bubbi sagðist finnast það sárt og eiga erfitt mað að fatta að fólk steli hlutum. Hann telur engan mun á því að sækja höfundarvarið efni á netið, án greiðslu, og að stela úr verslun.

Helgi Hrafn taldi þessa túlun kolranga og gríðarlegur eðlismunur væri á að sækja efni á netið og að stela úr verslun. Hann sagði markaðinn virka öðruvísi á netinu og gerræði væri eina leiðin til að koma í veg fyrir það, sem sé eitthvað til að óttast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×