Íslenski boltinn

Brynjar Björn yfirgefur KR | Verður aðstoðarþjálfari Stjörnunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson varð Íslandsmeistari með KR í sumar
Brynjar Björn Gunnarsson varð Íslandsmeistari með KR í sumar mynd / daníel
Knattspyrnumaðurin Brynjar Björn Gunnarsson hefur ákveðið að yfirgefa KR og hefur leikmaðurinn náð samkomulagi við knattspyrnudeild KR um starfslok.

Brynjar hefur fengið ákveðið tækifæri í þjálfun sem hann gat ekki hafnað en að öllum líkindum mun Brynjar vera tilkynntur sem nýr aðstoðarþjálfari Stjörnunnar á næstu dögum.

Rúnar Páll Sigmundsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, tók við sem aðalþjálfari á dögunum er Logi Ólafsson var látinn fara.

Brynjar Björn mun líklega taka við af Rúnari sem aðstoðarþjálfari hjá félaginu en hann hefur lengi stefnt á þjálfun.

Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, staðfesti í samtali við Fótbolta.net í kvöld að Brynjar Björn yrði næsti aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.

,,Brynjar Björn verður í þjálfarateyminu næstu þrjú árin," sagði Almar við Fótbolta.net í kvöld.

,,Hann verður í teyminu hans Rúnars ásamt Bödker og mun hafa yfirumsjón með þjálfun 2. flokks karla og þá sem eru á landamærum þess að koma í meistaraflokkinn."

KR sendir Brynjari góðar kveðjur og velfarnaðar í næsta verkefni en hér að neðan má lesa brot úr frétt KR-inga frá því í kvöld.

Brynjar kom heim úr atvinnumennsku síðastliðið vor eftir afar farsælan feril erlendis og spilaði vel fyrir KR í sumar. Í haust náði hann langþráðu markmiði sem uppalinn KR-ingur þegar hann varð Íslandsmeistari með KR en áður hafði hann orðið bikarmeistari með KR 1995. Brynjar skoraði sex mörk í 121 leik með mfl. KR.

KR þakkar Brynjari kærlega fyrir vel unnin störf fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

vangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×